logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Bókaverðlaun barnanna 2015

29/05/2015
Í vor höfðu börn á aldrinum 6 til 12 ára möguleika á að velja uppáhalds barnabókina af þeim sem gefnar voru út á síðasta ári, 2014. Grunnskólarnir tóku þátt í þessu með okkur og þökkum við þeim kærlega fyrir.

Þátttaka var mjög góð og úrslitin eru þessi:

Í 1. sæti Þín eigin þjóðsaga eftir Ævar Þór Benediktsson.

Í 2. sæti Dagbók Kidda klaufa – Kaldur vetur eftir Jeff Kinney.

Í 3. sæti Leyndarmál Lindu eftir Rachel Renée Russell.

Þrjú barnanna fengu viðurkenningu fyrir þátttökuna, bókargjöf frá safninu. Þau eru Hildur Hrönn úr Lágafellsskóla, Halldóra í Krikaskóla og Sindri Már í Varmárskóla.

Við þökkum öllum fyrir þátttökuna og hvetjum krakka til að vera duglega að lesa og taka þátt í Sumarlestri Bókasafnsins sem hófst 1. júní og stendur til 1. sept.

Hér fyrir neðan er listi yfir bækur sem lentu í 4. – 12. sæti:

4. Gula spjaldið í Gautaborg

5. Hvar er Valli

6. Vísindabók Villa

7. Hulda Vala dýravinur

8. Skúli skelfir og draugarnir

9. Fjörfræðibók Sveppa

10. Lóa 3 Á hverfanda hveli

11. Rottuborgari

12. Óvættaför
Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira