logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Í BRENNIDEPLI - NÓVEMBER

03/11/2015
Nýir málaflokkar í útstillingu

Setur fókusinn á önnur lönd, gefur innsýn í aðra menningarheima og ýmis alþjóðleg málefni. Þetta eru ýmist ævisögur, æviþættir, skáldsögur, ljóð, ferðasögur eða sagnfræði, bæði þýðingar og á ensku.


„Raddir Indlands“ er yfirskriftin í nóvember þar sem við skyggnumst inn í bókmenntir og menningu Indlands. Indland býr yfir aldagamalli menningu sem sameinar alla kynþætti, trúarbrögð og kenningar en hefur samt sem áður tekist að varðveita þann einstakan keim sem undirstrikar og sameinar allt það sem Indland er.

Indversk menning býr að einu elsta ritaða máli í heimi, Devangari, og sannast það enn og aftur að ritað mál rennir stoðum undir menningararf þjóða, sbr. gömlu íslensku handritin.

Devangari er fornletur frá 1. öld sem er ekki aðeins notað fyrir hindí og sanskrít heldur sameinar það yfir hundrað tungumál og mállýskur Indlands. Þessi leturgerð er meðal þeirra sem eru hvað algengastar í heiminum.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira