logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Hundur í óskilum í Bókasafni Mosfellsbæjar

11/11/2015
Í tilefni af því að 60 ár eru liðin frá því Halldór Laxness fékk Nóbelsverðlaunin í bókmenntum var dúóið Hundur í óskilum fengið af Rithöfundasambandinu til að búa til dagskrá tengda Halldóri. Bókasafnið greip tækifærið og bauð 9. bekkingum í Mosfellsbæ, úr Varmárskóla og Lágafellsskóla, í bókasafnið til að njóta þessarar skemmtilegu dagskrár.

Hóparnir frá skólunum komu hvor í sínu lagi og ekki bar á öðru en allir skemmtu sér vel. Nemendurnir voru sjálfum sér og skólunum til sóma.
Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira