logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

BÓKASAFN - Mín kona

14/03/2017
Frá síðari hluta árs 2015 höfum við helgað einn sýningarskáp í Bókasafninu lítilli sýningu sem við köllum Mín kona.
Í þessum skáp sýnir núna Þórhildur Pétursdóttir handavinnu og muni frá móður sinni Björgu Sóleyju Ríkarðsdóttur sem fædd var í Reykjavík 27. október 1918. Björg átti heima í Mosfellssveit með hléum í tæpa fjóra áratugi. Hannyrðir léku í höndum hennar og liggja meðal annars eftir hana margir dúkar. Björg Sóley lagði einnig stund á postulínsmálun í Danmörku og sjáum við einn hlut frá henni á sýningunni.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira