logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

BÓKASAFN - MENNINGARVORIÐ 2017

25/04/2017
Menningarvorið – dagskrá í Bókasafninu – var haldið núna í sjöunda sinn. Boðið var upp á tvö menningarvor.

Fyrra kvöldið, þriðjudaginn 28. mars, fór Ari Eldjárn uppistandari með gamanmál og reytti af sér brandarana svo salurinn lá í hlátri.
Síðan fluttu Regína Ósk og Svenni Þór frábæra tónlistardagskrá og fengu salinn til að syngja með. Alls komu 230 gestir sem skemmtu sér konunglega og lýstu yfir sérstakri ánægju með kvöldið.

Seinna Menningarvorskvöldið var 4. apríl og var þá flutt dagskrá af allt öðrum toga en fyrra kvöldið og hugurinn látinn reika til Kúbu. Tómas R. Einarsson mætti með tíu manna band sem lék lög af diski hans Bongó sem hefur fengið frábæra dóma. Tómas R. sagði frá kúbverskri tónlist og skáldskap og Tamila Gámez Garcell frá sögu landsins. Einnig tóku dansararnir Jóhannes Agnar Kristinsson og Bergþóra Andrésdóttir þátt í dagskránni og var mikið fjör. Þetta kvöld var einnig afar vel sótt.
Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira