logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

LISTASALUR - Tónleikar í Listasal Mosfellsbæjar

19/05/2017

Listaskóli Mosfellsbæjar hefur um árabil verið í samstarfi við Bókasafnið og Listasal Mosfellsbæjar vegna tónleika nemenda.

Nú í maí hafa verið fernir tónleikar í Listasalnum og fjöldi nemenda komið fram m.a. píanó-, flautu- og fiðlunemendur. Það er mikilvægur hluti af námi tónlistarnemenda að koma fram og má segja að margir sigrar séu unnir á hverjum tónleikum.

Gestir Bókasafnsins verða varir við óminn úr salnum og hafa margir gaman að.
Til baka