logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

BÓKASAFN - Sumarlestur - allir duglegir að lesa í sumar

26/06/2017

Sumarlesturinn er hafinn og nú sem endranær eru krakkarnir duglegir að taka þátt. Þemað í sumar er himingeimurinn með öllum sínum litskrúðugu plánetum, geimverum og geimskipum. Krakkarnir skreyta safnið með því að hengja upp fallegar geimmyndir í netið í barnadeildinni. Í síðustu viku komu krakkar úr Krikaskóla í heimsókn og skráðu sig í Sumarlesturinn. Þau ætla að vera dugleg að lesa í sumar.

 

Kátir krakkar úr 1. bekk í Krikaskóla að kynna sér Sumarlesturinn.

 

 


Til baka