logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

BÓKASAFN - Bókmenntahlaðborð Bókasafns Mosfellsbæjar

15/11/2017
Fullt var út úr dyrum á Bókmenntahlaðborði Bókasafnsins í ár og met slegið í fjölda gesta en samtals voru um 360 manns í salnum. Kolbeinn Tumi Haraldsson lék ljúfa tóna á flygilinn meðan fólk beið eftir að veislan hæfist. Katrín Jakobsdóttir bókmenntafræðingur stjórnaði umræðum af sinni alkunnu snilld, eins og hún hefur gert sl. 12 ár, og hafði á orði að um tíma var hún alltaf ófrísk en undanfarin ár stöðugt í stjórnarmyndunarviðræðum!
Rithöfundar kvöldsins voru Bjarki Bjarnason með minningabók Guðrúnar Tómasdóttur söngkonu; Söngurinn og sveitin, Bubbi með ljóðabókina Hreistur, Jón Kalman Stefánsson með skáldsöguna Saga Ástu, Lilja Sigurðardóttir með glæpasöguna Búrið og Vilborg Davíðsdóttir með bókina Blóðug Jörð. Rithöfundar lásu úr verkum sínum og ræddu um tilurð þeirra og inntak. Gestir skemmtu sér vel og nutu góðra bókmennta og veitinga í notalegu umhverfi Bókasafnsins.

Ljósmyndari Magnús Guðmundsson

Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira