logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

BÓKASAFN - Verðlaunahafinn í desembergetrauninni

08/01/2018
Það var Arna Sigurlaug Óskarsdóttir sem vann til bókarverðlauna í síðustu barnagetraun ársins 2017. Bókin sem hún fékk er Úlfur og Edda – Drekaaugun eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur. Arna er í 5. bekk í Varmárskóla, er dugleg að lesa og kemur reglulega í Bókasafnið. Aðspurð hvað hefði gerst markvert um jólin sagði Arna okkur frá sumarbústaðaferð með fjölskyldunni. Hún varð vör við þrusk innan í einum vegg bústaðarins og kom í ljós að þar var fastur lítill fugl. Arna og fjölskylda hennar komu strax til hjálpar og björguðu fuglinum sem var frelsinu feginn. Við óskum bjargvættinum Örnu til hamingju með bókarverðlaunin.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira