logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

LISTASALUR - Frá opnun sýningar Steingríms Gauta Ingólfssonar, Undir.

10/01/2018
Nýtt sýningarár Listasalar Mosfellsbæjar hófst á föstudaginn sl. með einkasýningu Steingríms Gauta Ingólfssonar, Undir. Steingrímur Gauti er ungur og upprennandi listamaður sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir abstrakt olíumálverk sín undanfarin misseri. Fjöldi fólks mætti á opnunina og þáði kaffi og hvítvíni á meðan það naut myndlistarinnar. Sýning Steingríms Gauta stendur til 9. febrúar og eru allir velkomnir.
Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira