logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

BÓKASAFN - Litli skiptibókamarkaðurinn haldinn þriðja árið í röð í Bókasafni Mosfellsbæjar

23/01/2018
LITLI SKIPTIBÓKAMARKAÐURINN 2018

„Þín bók, mín bók – bækurnar okkar“

Litli skiptibókamarkaðurinn var haldinn þriðja árið í röð í Bókasafni Mosfellsbæjar vikuna 13.– 20. janúar síðastliðinn og viljum við þakka öllum þeim frábæru krökkum sem tóku þátt, hversu vel tókst til.
Markaðurinn er ætlaður börnum 6 – 12 ára og mættu þau með bækur að heiman sem þau vildu skipta út fyrir aðrar. Bókunum var raðað á langborð og þau gátu svo valið sér jafn margar bækur í stað sinna eigin. Um 165 bækur skiptu um eigendur að þessu sinni.
Allir fengu svo nýtt bókamerki Litla skiptibókamarkaðarins. Almenn ánægja var með þetta framtak og fóru flestir sáttir heim með nýjan bókafeng í farteskinu. Endurtökum leikinn að ári, sjáumst hress.

Með kveðju, starfsfólk Bókasafnsins.

Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira