logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Við byrjum aftur

31/08/2018
Nú er barnagetraun Bókasafnsins komin úr sumarfríi. Við vonum að þið hafið notið sumarsins og kynnst mörgum skemmtilegum bókum í fríinu. Á hringborðinu í barnadeildinni má finna spurningablað með þremur spurningum. Svarið þeim, merkið blaðið svo vel og vandlega og setjið í græna póstkassann. Í byrjun október verður dregið úr réttum svörum og einn heppinn krakki fær bók í verðlaun. Munið að starfsfólk Bókasafnsins er alltaf tilbúið að hjálpa ef þörf er á.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira