logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Vinningshafinn í nóvembergetrauninni

12/12/2018
Svandís Erla Pétursdóttir, sjö ára gömul stelpa í öðrum bekk í Krikaskóla, gerði sér lítið fyrir og vann nóvembergetraun Bókasafnsins. Svandís æfir handbolta og finnst skemmtilegast að leika eftir skóla. Það besta við jólin er að opna pakka, segir Svandís Erla og bætir við að hana langi í L.O.L. Surprise dúkku í jólagjöf. Við í Bókasafninu höfum heimildir fyrir því að dúkkum finnist gaman að láta lesa fyrir sig og hvetjum Svandísi Erlu til að komast að því hvort þær kunni að meta sögurnar um Fíusól. Svandís fékk einmitt nýjustu bókina um Fíusól, Fíasól gefst aldrei upp, í verðlaun.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira