logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Tóm gleði

05/03/2019
Föstudaginn 22. febrúar sl. var sýningin tómir fossar opnuð í Listasal Mosfellsbæjar. tómir fossar er samsýning feðganna Björns Hauks Pálssonar og Páls Hauks Björnssonar. Björn Haukur sýnir hér í fyrsta sinn en Páll Haukur hefur verið virkur í myndlistarheiminum um þó nokkurt skeið. Þema sýningarinnar eru fossar og ýmsar birtingarmyndir þeirra. Um 70 manns mættu á opnun til að gæða sér á list og léttum veitingum. Verkin á sýningunni eru fjölbreytt og „þetta hef ég aldrei séð áður“ heyrðist oftar en einu sinni á opnuninni. Sýningin er opin á afgreiðslutíma Bókasafns Mosfellsbæjar og stendur til 22. mars.
Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira