logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Vel heppnað Bókmenntahlaðborð

22/11/2019

Bókmenntahlaðborð Bókasafns Mosfellsbæjar, sem boðið var til fimmtudaginn 21. nóvember, var að vanda vel sótt. Hátt í 300 gestir mættu til að hlýða á rithöfunda lesa úr nýútkomnum bókum sínum.

Rithöfundar kvöldsins voru Auður Jónsdóttir með bók sína Tilfinningabyltingin, Pétur Gunnarsson með HKL – ástarsaga, Halldór Halldórsson (einnig þekktur sem Dóri DNA) með bók sína Kokkáll, Vigdís Grímsdóttir sem las úr bók sinni Systa:Bernskunnar vegna og Eva Björg Ægisdóttir með Stelpur sem ljúga.
Glaðlegur söngur Kvennakórsins Heklurnar hljómaði meðan gestir streymdu í hús og rithöfundurinn og Mosfellingurinn Björn Halldórsson stjórnaði líflegum umræðum að lestri loknum.

Gestir skemmtu sér vel og nutu góðra bókmennta og veitinga í notalegu umhverfi Bókasafnsins.
Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira