logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Bókmenntahlaðborð í rafheimum

15/11/2021
Okkur þykir leitt að tilkynna að vegna hertra samkomutakmarkana verður ekki unnt að bjóða til hefðbundins bókmenntahlaðborðs í Bókasafni Mosfellsbæjar. Bókmenntahlaðborðið átti að halda fimmtudaginn 18. nóvember. Bókaaðdáendum gefst þó kostur á að njóta upplesturs höfunda á upptöku, sem verður auglýst innan skamms á samfélagsmiðlum og heimasíðu bókasafnsins.

Eftirtaldir höfundar lesa úr nýútkomnum bókum sínum: Aðalsteinn Emil Aðalsteinsson (Svefngarðurinn), Ásdís Halla Bragadóttir (Læknirinn í Englaverksmiðjunni), Einar Kárason (Þung ský), Fríða Ísberg (Merking) og Jónína Leósdóttir (Launsátur).

Auk upplestursins mun bókmenntafræðingurinn Guðrún Baldvinsdóttir spjalla við höfundana um bækurnar og tilurð þeirra.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira