logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Umhverfisvænna bókasafn

25/02/2022
Ákveðið var 1. desember sl. að minnka plöstun á bókum í bókasafninu. Skáldsögur og ævisögur í kiljuformi eru nú ekki plastaðar. Eftir þrjá mánuði verður skoðað hvernig breytingarnar hafa gengið og hvort við getum gert enn betur í að minnka plastið. Við biðjum lánþega eftir sem áður að fara vel með bækurnar.

Þessi hugmynd kom upp eftir að starfsmaður bókasafnsins sótti fund í vinabæ okkar Skien í Noregi. Þar hafa bókasöfnin alfarið hætt notkun á plasti og gengur það vonum framar. Við erum bjartsýn á að við verðum engir eftirbátar og að þetta takist jafn vel hér í Mosfellsbæ.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira