logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttasafn

Bókaverðlaun barnanna - vinningshafar

25.05.2020Bókaverðlaun barnanna - vinningshafar
Þrír heppnir kjósendur sem völdu sína uppáhalds bók í Bókaverðlaunum barnanna tóku á móti viðurkenningum í síðustu viku. Þetta voru þau Þóra Kirstín, Wiktoria og Max. Öll fengu þau nýjustu bókina hans Ævars Þórs Benediktssonar, Hryllilega stuttar hrollvekjur, og veggspjald með kápu bókarinnar. Tilvalin bók í Sumarlesturinn sem hefst 5. júní! Við óskum þeim að sjálfsögðu til hamingju og sendum hryllilega góðar kveðjur úr Bókasafninu.
Meira ...

Síðasti vinningshafinn í barnagetrauninni á þessum vetri

12.05.2020Síðasti vinningshafinn í barnagetrauninni á þessum vetri
Síðasti vinningshafinn í barnagetrauninni á þessum vetri er engin önnur en Bríet Líf! Bríet fór létt með að svara úlfaspurningunum sem voru í getrauninni og fær að launum bókina Hundmann eftir Dav Pilkey. Við óskum Bríeti innilega til hamingju og hlökkum til að sjá hana sem oftast hér í safninu í sumar.
Meira ...

Listasalur Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum fyrir sýningarárið 2021

05.05.2020Listasalur Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum fyrir sýningarárið 2021
Umsóknarfrestur er til 15. júní 2020. Sótt er um rafrænt á www.bokmos.is/listasalur.
Meira ...

Bókasafnið verður opnað mánudaginn 4. maí

23.03.2020Bókasafnið verður opnað mánudaginn 4. maí
Samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda verður Bókasafn Mosfellsbæjar lokað frá og með 24. mars og gildir lokunin til 4. maí næstkomandi nema annað sé gefið út.
Meira ...

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna verður sýning Ásgerðar Arnardóttur ekki opnuð föstudaginn 20. mars 2020.

20.03.2020Vegna óviðráðanlegra aðstæðna verður sýning Ásgerðar Arnardóttur ekki opnuð föstudaginn 20. mars 2020.
Vegna óviðráðanlegra aðstæðna verður sýning Ásgerðar Arnardóttur ekki opnuð föstudaginn 20. mars 2020.
Meira ...

Fjölmargir tóku þátt í barnagetraun Bókasafnsins í síðasta mánuði

17.03.2020Fjölmargir tóku þátt í barnagetraun Bókasafnsins í síðasta mánuði
Fjölmargir tóku þátt í barnagetraun Bókasafnsins í síðasta mánuði. Emma Natalía var ein af þeim en hún er vinningshafinn að þessu sinni. Emma er nemandi í Lágafellsskóla, mikill lestrarhestur og dansar ballet í frístundum. Í verðlaun hlýtur Emma nýjustu bókina í Ljósaseríunni, Dularfulla símahvarfið eftir Brynhildi Þórarinsdóttur. Innilega til hamingju, Emma! 😊
Meira ...

Frestun viðburðar um ævintýri Tinna

13.03.2020
Áður auglýstum viðburði með Gísla Marteini um ævintýri Tinna, hefur verið frestað um óákveðinn tíma í ljósi samkomubanns.
Meira ...

Marsgetraunin

02.03.2020Marsgetraunin
Úlfar eru komnir á kreik í safninu og best að hafa varann á sér! Ef þú vilt eiga kost á því að vinna bók getur þú komið við hjá okkur í barnadeildinni og tekið þátt í barnagetrauninni. Það eina sem þú þarft að gera er að svara þremur spurningum um úlfa og setja svarblaðið í gráa póstkassann. Við drögum út einn heppinn þátttakanda í byrjun apríl. Ekki hika við að fá aðstoð hjá starfsfólki safnsins.
Meira ...

Landvörður heldur sýningu

18.02.2020Landvörður heldur sýningu
Fjölmenni var við opnun sýningarinnar Jöklar í Listasal Mosfellsbæjar föstudaginn 14. febrúar sl. Fyrrum Mosfellingurinn Stefanía Reynisdóttir sýnir málverk og grafísk verk sem eru innblásin af jöklum. Stefanía býr nú í Öræfasveit undir Vatnajökli og starfar þar sem landvörður og jöklaleiðsögumaður. Hún er í miklu návígi við viðfangsefnið og miðlar því á sinn eigin hátt í myndlistinni. Kraftur og fegurð jöklanna er túlkuð með flæðandi og draumkenndum flötum og samspil blárra, hvítra og grátóna lita er áberandi. Sýningin stendur yfir til 13. mars.
Meira ...

Vinningshafi í getraun Bókasafnsins

10.02.2020Vinningshafi í getraun Bókasafnsins
Steinunn Davíðsdóttir datt í lukkupottinn og er vinningshafi í barnagetraun Bókasafnsins þennan mánuðinn. Hún fær í verðlaun bókina Nærbuxnanjósnararnir eftir Arndísi Þórarinsdóttur. Steinunni finnst gaman að lesa og er tíður gestur hér í safninu. Hún er einnig mikil listakona; málar myndir, lærir leiklist og spilar á selló. Við óskum Steinunni innilega til hamingju og hlökkum til að sjá hana næst þegar hún mætir til okkar í safnið 😊
Meira ...

Febrúargetraunin

10.02.2020Febrúargetraunin
Nú er barnagetraunin farin í hundana. Kíkið til okkar og svarið fisléttum spurningum um hunda og heppnin gæti verið með ykkur. Einn heppinn þátttakandi fær bók í verðlaun. Getraunin er á sínum stað í barnadeildinni og starfsfólk safnsins alltaf tilbúið til að aðstoða.
Meira ...

Sirrý með áhugaverðan fyrirlestur

15.01.2020Sirrý með áhugaverðan fyrirlestur
Þriðjudaginn 14. janúar kom Sirrý Arnardóttir í Bókasafnið og kynnti bók sína ,,Þegar kona brotnar“. Sirrý er skemmtilegur fyrirlesari og miðlaði efninu á sinn einstaka hátt. Bókin hefur notið mikilla vinsælda og margar konur keyptu eintak á staðnum og fengu áritað af höfundi. Þó nokkur fjöldi mætti í safnið þrátt fyrir vont veður og vonda veðurspá.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira