logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttasafn

Lokað frá og með þriðjudegi

23.03.2020Lokað frá og með þriðjudegi
Bókasafn Mosfellsbæjar verður lokað frá og með þriðjudeginum 24. mars í takt við hertar takmarkanir í yfirstandandi samkomubanni. Eins og sakir standa reiknum við með að opna dyr safnsins aftur þriðjudaginn 14. apríl. Öllum viðburðum hefur verið frestað um sinn. Einnig munum við færa skiladaga á efni sem ætti að skila 24. mars - 13. apríl. Nýr skiladagur er þá 14. apríl (þriðjudagur eftir páska), nema annað hafi verið ákveðið.
Meira ...

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna verður sýning Ásgerðar Arnardóttur ekki opnuð föstudaginn 20. mars 2020.

20.03.2020Vegna óviðráðanlegra aðstæðna verður sýning Ásgerðar Arnardóttur ekki opnuð föstudaginn 20. mars 2020.
Vegna óviðráðanlegra aðstæðna verður sýning Ásgerðar Arnardóttur ekki opnuð föstudaginn 20. mars 2020.
Meira ...

Fjölmargir tóku þátt í barnagetraun Bókasafnsins í síðasta mánuði

17.03.2020Fjölmargir tóku þátt í barnagetraun Bókasafnsins í síðasta mánuði
Fjölmargir tóku þátt í barnagetraun Bókasafnsins í síðasta mánuði. Emma Natalía var ein af þeim en hún er vinningshafinn að þessu sinni. Emma er nemandi í Lágafellsskóla, mikill lestrarhestur og dansar ballet í frístundum. Í verðlaun hlýtur Emma nýjustu bókina í Ljósaseríunni, Dularfulla símahvarfið eftir Brynhildi Þórarinsdóttur. Innilega til hamingju, Emma! 😊
Meira ...

Frestun viðburðar um ævintýri Tinna

13.03.2020
Áður auglýstum viðburði með Gísla Marteini um ævintýri Tinna, hefur verið frestað um óákveðinn tíma í ljósi samkomubanns.
Meira ...

Marsgetraunin

02.03.2020Marsgetraunin
Úlfar eru komnir á kreik í safninu og best að hafa varann á sér! Ef þú vilt eiga kost á því að vinna bók getur þú komið við hjá okkur í barnadeildinni og tekið þátt í barnagetrauninni. Það eina sem þú þarft að gera er að svara þremur spurningum um úlfa og setja svarblaðið í gráa póstkassann. Við drögum út einn heppinn þátttakanda í byrjun apríl. Ekki hika við að fá aðstoð hjá starfsfólki safnsins.
Meira ...

Landvörður heldur sýningu

18.02.2020Landvörður heldur sýningu
Fjölmenni var við opnun sýningarinnar Jöklar í Listasal Mosfellsbæjar föstudaginn 14. febrúar sl. Fyrrum Mosfellingurinn Stefanía Reynisdóttir sýnir málverk og grafísk verk sem eru innblásin af jöklum. Stefanía býr nú í Öræfasveit undir Vatnajökli og starfar þar sem landvörður og jöklaleiðsögumaður. Hún er í miklu návígi við viðfangsefnið og miðlar því á sinn eigin hátt í myndlistinni. Kraftur og fegurð jöklanna er túlkuð með flæðandi og draumkenndum flötum og samspil blárra, hvítra og grátóna lita er áberandi. Sýningin stendur yfir til 13. mars.
Meira ...

Vinningshafi í getraun Bókasafnsins

10.02.2020Vinningshafi í getraun Bókasafnsins
Steinunn Davíðsdóttir datt í lukkupottinn og er vinningshafi í barnagetraun Bókasafnsins þennan mánuðinn. Hún fær í verðlaun bókina Nærbuxnanjósnararnir eftir Arndísi Þórarinsdóttur. Steinunni finnst gaman að lesa og er tíður gestur hér í safninu. Hún er einnig mikil listakona; málar myndir, lærir leiklist og spilar á selló. Við óskum Steinunni innilega til hamingju og hlökkum til að sjá hana næst þegar hún mætir til okkar í safnið 😊
Meira ...

Febrúargetraunin

10.02.2020Febrúargetraunin
Nú er barnagetraunin farin í hundana. Kíkið til okkar og svarið fisléttum spurningum um hunda og heppnin gæti verið með ykkur. Einn heppinn þátttakandi fær bók í verðlaun. Getraunin er á sínum stað í barnadeildinni og starfsfólk safnsins alltaf tilbúið til að aðstoða.
Meira ...

Sirrý með áhugaverðan fyrirlestur

15.01.2020Sirrý með áhugaverðan fyrirlestur
Þriðjudaginn 14. janúar kom Sirrý Arnardóttir í Bókasafnið og kynnti bók sína ,,Þegar kona brotnar“. Sirrý er skemmtilegur fyrirlesari og miðlaði efninu á sinn einstaka hátt. Bókin hefur notið mikilla vinsælda og margar konur keyptu eintak á staðnum og fengu áritað af höfundi. Þó nokkur fjöldi mætti í safnið þrátt fyrir vont veður og vonda veðurspá.
Meira ...

Sýning í minningu sjómanna

14.01.2020Sýning í minningu sjómanna
Um 150 manns mættu á opnun sýningar Hjördísar Henrysdóttur föstudaginn 10. janúar þrátt fyrir aftakaveður. Veðrið rímaði reyndar ágætlega við verkin en flest málverk Hjördísar eru af bátum sem berjast í ólgusjó. Hjördís hefur persónulega tengingu við efnið því hún er dóttir Henrys Hálfdánarsonar sem lengi var formaður Slysavarnafélags Íslands og stjórnaði mörgum björgunaraðgerðum á sjó. Verkin á sýningunni eru til sölu og seldist meirihluti þeirra á opnuninni. Síðasti sýningardagur er 7. febrúar en þann dag verður Hjördís með leiðsögn sem auglýst verður síðar.
Meira ...

Litli skiptibókamarkaðurinn fyrir börn tókst með eindæmum vel

13.01.2020Litli skiptibókamarkaðurinn fyrir börn tókst með eindæmum vel
Litli skiptibókamarkaðurinn fyrir börn var haldinn í Bókasafni Mosfellsbæjar laugardaginn 11. janúar fimmta árið í röð og tókst með eindæmum vel. Frábær þátttaka og mikið fjör þar sem allir höfðu gaman af, bæði börn og foreldrar. 132 bækur skiptu um eigendur þennan dag. Krakkarnir fóru ánægðir heim með nýjan bókafeng og bókamerki Litla skiptibókamarkaðarins í farteskinu. Endurtökum leikinn að ári, sjáumst hress. Með kveðju, starfsfólk Bókasafnsins.
Meira ...

Fyrsti vinningshafi ársins í barnagetraun Bókasafnsins

10.01.2020Fyrsti vinningshafi ársins í barnagetraun Bókasafnsins
Fyrsti vinningshafi ársins í barnagetraun Bókasafnsins er Dagur Hrafn Helgason. Hann er 11 ára gamall og er nemandi í Lágafellsskóla. Dagur hefur áhuga á tölvuleikjum og íþróttum og þegar hann les finnst honum skemmtilegast að kíkja í Syrpuna. Hann er greinilega líka með íslensku jólasveinana á hreinu en hann svaraði spurningunni um Stúf kórrétt og var ekki lengi að finna Kertasníki í felum hjá jólabókunum. Í verðlaun fær Dagur nýju bókina um Orra óstöðvandi eftir Bjarna Fritzson. Við óskum Degi innilega til hamingju!
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira