logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Fréttasafn

Styrmir Örn Sigurþórsson er vinningshafinn í aprílgetrauninni okkar.

18.05.2018Styrmir Örn Sigurþórsson er vinningshafinn í aprílgetrauninni okkar.
Styrmir Örn Sigurþórsson er vinningshafinn í aprílgetrauninni okkar. Styrmir Örn er fjögurra ára og er í leikskólanum Bergi á Kjalarnesi. Hann fær í verðlaun bókina Gilitrutt: Barnaópera.
Meira ...

Hundar sem hlusta í Bókasafni Mosfellsbæjar laugardaginn 26. maí 2018

14.05.2018Hundar sem hlusta í Bókasafni Mosfellsbæjar laugardaginn 26. maí 2018
Í samstarfi við félagið Vigdísi - Vini gæludýra á Íslandi býður Bókasafnið börnum að koma í safnið og lesa sér til ánægju fyrir hunda, sem eru sérstaklega þjálfaðir til þessa verkefnis. Þetta er í annað sinn sem Bókasafn Mosfellsbæjar býður upp á þessa samveru hunda og barna.
Meira ...

Sýningaropnun föstudaginn 11. maí kl. 16.

07.05.2018Sýningaropnun föstudaginn 11. maí kl. 16.
Sýningin Kristján og Loji umpotta verður opnuð í Listasal Mosfellsbæjar föstudaginn 11. maí kl. 16. Sýningin er hluti af hátíðinni List án landamæra og er samsýning Kristjáns Ellerts Arasonar og Loja Höskuldssonar. Kristján Ellert Arason er fæddur árið 1958 og hefur síðustu níu ár unnið að myndlist á vinnustofum Sólheima. Loji Höskuldsson fæddist árið 1987 og er með BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands. Frá haustinu 2017 hafa þessir tveir listamenn unnið að verkum fyrir sýninguna Kristján og Loji umpotta.
Meira ...

Hæ maí!

04.05.2018Hæ maí!
Maígetraunin er mætt í Bókasafnið. Svara þarf þremur spurningum sem að þessu sinni fjalla um sumarplön, mýs og ófríða fugla. Svarblaðið er að venju staðsett á hringborðinu í barnadeildinni. Bókarverðlaun verða veitt einum heppnum krakka sem svarar öllu rétt.
Meira ...

Í brennidepli - maí 2018 - Ástralía og Nýja Sjáland

04.05.2018Í brennidepli - maí 2018 - Ástralía og Nýja Sjáland
Ástralía er minnsta heimsálfan og nær yfir ástralska meginlandið, Nýja Sjáland og ýmsar fleiri eyjar á Kyrrahafi. Ástralía og Nýja-Sjáland eru nágrannaþjóðir, en tengjast ekki síður vegna enskumælandi íbúa. Þjóðirnar tvær eiga einnig sameiginlega von um menningarlega fjölbreytni og félagslegt jafnrétti sem hefur oftar en ekki verið ógnað í gegnum tíðina, sérstaklega með ólögmætri eignaupptöku á landi frumbyggja. Meðal þess efnis sem einkennir bókmenntir Ástralíu og Nýja-Sjálands er hvernig landslag tengist trúarlegu inntaki frumbyggja og viðkvæmu vistkerfi. Að auki gefa sögurnar mikilvæga innsýn í umbreytingu í átt að alþjóðasamfélagi frá sjónarhorni sakamanna, innflytjenda og flóttamanna, og þá sérstaklega rit maóra, frumbyggja Nýja Sjálands og frumbyggja Ástralíu „aboriginals“.
Meira ...

Leshópur Félags eldri borgara

30.04.2018Leshópur Félags eldri borgara
Leshópurinn er í samstarfi við Bókasafnið í Mosfellsbæ. Starfsmaður frá Bókasafninu hefur umsjón með starfinu. Við hittumst fyrsta mánudag hvers mánaðar kl. 10.30 í Bókasafninu nema annað sé tekið fram. Lokafundur vetrarins var haldinn 30.4 sl. í Bókasafninu. Auður Jónsdóttir rithöfundur kom og sagði frá bókunum sínum. Vel mætt og skemmtilegur fundur.
Meira ...

Menningarvorið 2018 í Bókasafni Mosfellsbæjar.

18.04.2018Menningarvorið 2018 í Bókasafni Mosfellsbæjar.
Í áttunda sinn er Mosfellingum og gestum þeirra boðið til Menningarvors í Bókasafninu.
Meira ...

Stemning við opnun sýningarinnar Eitt leiðir af öðru og öðru og öðru.

16.04.2018Stemning við opnun sýningarinnar Eitt leiðir af öðru og öðru og öðru.
Mikil stemning var í Listasal Mosfellsbæjar 6. apríl sl. við opnun sýningarinnar Eitt leiðir af öðru og öðru og öðru. Listamaðurinn Ásgeir Skúlason bauð upp á kampavín og skemmtu gestir sér vel innan um litríkar lágmyndirnar. Verkin á sýningunni eru til sölu og hafa mörg þeirra þegar selst. Sýningin stendur til 4. maí og er aðgangur ókeypis.
Meira ...

Spænskt kvöld á fyrri dagskrá Menningarvors 10. apríl.

13.04.2018Spænskt kvöld á fyrri dagskrá Menningarvors 10. apríl.
Hljómsveitin Fantasía Flamenco lék töfrandi spænska tónlist, undir seiðandi söng Ástrúnar Friðbjörnsdóttur. Svo kom Jade Alejandra og dansaði Flamenco. Kristinn R. Ólafsson spallaði um sögu og menningu Spánar. Í hléi voru veitingar af suðrænum toga og voru gestir alsælir með kvöldið, en þeir töldu um 230 manns.
Meira ...

Menningarvor í Mosfellsbæ 2018 - Þriðjudaginn 17.4

13.04.2018Menningarvor í Mosfellsbæ 2018 - Þriðjudaginn 17.4
Dagskráin fer fram í Bókasafni Mosfellsbæjar og hefst kl. 20.00
Meira ...

Leshópur eldri borgara

10.04.2018Leshópur eldri borgara
Leshópurinn er í samstarfi við Bókasafnið í Mosfellsbæ. Starfsmaður frá Bókasafninu hefur umsjón með starfinu. Lokahittingur vorsins verður mánudaginn 30. apríl nk. kl. 10:30 – 11:30 í Bókasafninu. Auður Jónsdóttir rithöfundur kemur í heimsókn og segir frá bókunum sínum.
Meira ...

Sýningaropnun föstudaginn 6. apríl kl. 16.

04.04.2018Sýningaropnun föstudaginn 6. apríl kl. 16.
Föstudaginn 6. apríl kl. 16-18 opnar Ásgeir Skúlason einkasýninguna Eitt leiðir af öðru og öðru og öðru í Listasal Mosfellsbæjar. Ásgeir er fæddur árið 1984 og býr í Mosfellsdal. Hann útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2013 og er þetta fyrsta einkasýning hans. Myndlist Ásgeirs einkennist af þráhyggjukenndri endurtekningu með aðferðir og efnivið en öll verkin á sýningunni eru unnin úr PVC-rafmagnseinangrunarteipi. Um ferlið segir Ásgeir: „Ég ræð ekki við mig; þegar þráhyggjan kemur yfir mig verð ég að gera tilraunir. Ég verð að halda áfram sama hver endanleg útkoma verður, burtséð frá því hvort mér þyki hún góð eða slæm. Verkin á sýningunni eru afrakstur þessara tilrauna og þróunar.“ Sýningu Ásgeirs lýkur 4. maí og er aðgangur ókeypis.
Meira ...