logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Fréttasafn

Uppskeruhátíð Sumarlestrar þann 7. september sl.

14.09.2018Uppskeruhátíð Sumarlestrar þann 7. september sl.
Uppskeruhátíð Sumarlestrar var haldin á Bókasafnsdeginum þann 7. september sl. Skráningin í ár var frábær en um 350 börn voru skráð. Mikil ánægja var hjá foreldrum að fá kærkomið tækifæri til að hvetja börnin til lestrar og viðhalda þeirri lestrarhæfni sem þau hlutu um veturinn. Við buðum upp á hitting einu sinni í mánuði yfir sumarið þar sem þau komu sem gátu, þá var dregið í happdrætti og þrautir leystar.
Meira ...

Ný verk – Guðni Gunnarsson og Ingirafn Steinarsson

12.09.2018Ný verk – Guðni Gunnarsson og Ingirafn Steinarsson
Listamennirnir Guðni Gunnarsson og Ingirafn Steinarsson opna samsýningu í Listasal Mosfellsbæjar föstudaginn 14. september. Til sýnis verða ný verk en undanfarin misseri hafa báðir listamennirnir unnið tvívítt, annarsvegar samklipp og hinsvegar teikningar. Í verkum Guðna gefur að líta margbreytilegar súrrealískar fígúrur samsettar úr fundnu myndefni, tímaritum og dagblöðum. Verk Ingarafns eru samhverfar teikningar, úr trélitum, álíkar spengingum sem minna samtímis á fljótandi síkadelísk form og svífandi geimstöðvar.
Meira ...

Í brennidepli: Norskar bókmenntir

07.09.2018Í brennidepli: Norskar bókmenntir
Þjóðsögur, draugasögur og ævintýri þekkja flestir Íslendingar, a.m.k. þeir sem eru fæddir fyrir síðustu aldamót, og má segja að þær séu samtvinnaðar menningu Íslendinga frá fornu fari. Frændur okkar í Noregi búa einnig að sams konar frásögnum sem eru grunnur að bókmenntaarfi þeirra.
Meira ...

Við byrjum aftur

31.08.2018Við byrjum aftur
Nú er barnagetraun Bókasafnsins komin úr sumarfríi. Við vonum að þið hafið notið sumarsins og kynnst mörgum skemmtilegum bókum í fríinu. Á hringborðinu í barnadeildinni má finna spurningablað með þremur spurningum. Svarið þeim, merkið blaðið svo vel og vandlega og setjið í græna póstkassann. Í byrjun október verður dregið úr réttum svörum og einn heppinn krakki fær bók í verðlaun. Munið að starfsfólk Bókasafnsins er alltaf tilbúið að hjálpa ef þörf er á.
Meira ...

Leikhópurinn Lotta

27.08.2018Leikhópurinn Lotta
Það var sannarlega líf og fjör í Bókasafni Mosfellsbæjar þann 24. ágúst síðastliðinn, þegar Leikhópurinn Lotta flutti Söngvasyrpu og skemmti 5 ára börnum
Meira ...

Leikhópurinn Lotta í Bókasafninu í dag kl. 10 og kl. 11

24.08.2018Leikhópurinn Lotta í Bókasafninu í dag kl. 10 og kl. 11
Leikhópurinn Lotta í Bókasafninu kl. 10 og kl.11. Öll 5 ára börn velkomin.
Meira ...

Frá opnun sýningarinnar Frá móður til dóttur - frá dóttur til móður

13.08.2018Frá opnun sýningarinnar Frá móður til dóttur - frá dóttur til móður
Mikið var um dýrðir á opnun sýningar Jóníar Jónsdóttur og Sigurlínu Jóhannsdóttur í Listasal Mosfellsbæjar 3. ágúst sl. Sýningin fjallar um samband þeirra mæðgna og heitir Frá móður til dóttur – frá dóttur til móður. Sýningargestir supu á freyðivíni og sódavatni á meðan þeir skoðuðu verkin sem eru af ýmsum toga; textílverk, vatnslitamyndir og innsetningar.
Meira ...

Sumarlestur 2018 í Bókasafni Mosfellsbæjar

07.08.2018Sumarlestur 2018 í Bókasafni Mosfellsbæjar
Fyrsta þriðjudag í júní, júlí og ágúst í sumar var hittingur fyrir sumarlestrarkrakkana í Bókasafninu kl. 14.00. Við hittumst og spjölluðum; leystum þrautir og drógum út happdrættisvinninga.
Meira ...

Mæðgur halda sýningu um samband sitt

31.07.2018Mæðgur halda sýningu um samband sitt
Frá móður til dóttur – frá dóttur til móður er heiti sýningar Jóníar Jónsdóttur og Sigurlínu Jóhannsdóttur sem verður í Listasal Mosfellsbæjar 3. ágúst til 7. september 2018. Sýningin verður opnuð föstudaginn 3. ágúst kl. 16.00. Jóní Jónsdóttir er fædd árið 1972 og býr og starfar í Reykjavík. Hún nam myndlist við skúlptúrdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Konunglega Listaháskólann í Kaupmannahöfn. Hún hefur haldið fjölmargar listsýningar og unnið við leik- og danssýningar.
Meira ...

Laugardaginn 4. águst verður lokað í Bókasafninu og í Listasalnum.

24.07.2018Laugardaginn 4. águst verður lokað í Bókasafninu og í Listasalnum.
Laugardaginn 4. águst verður lokað í Bókasafninu og í Listasalnum. Opnum aftur þriðjudaginn 7. ágúst kl. 12.00.
Meira ...

Sumarlestur 2018 í Bókasafni Mosfellsbæjar

04.07.2018Sumarlestur 2018 í Bókasafni Mosfellsbæjar
Fyrsta þriðjudag í júní, júlí og ágúst í sumar er hittingur fyrir sumarlestrarkrakkana í Bókasafninu kl. 14.00. Við hittumst og spjöllum; leysum þrautir og drögum út happdrættisvinninga. Þriðjudaginn 3. júlí kom hópur krakka og tók þátt. Vinningshafar í happdrættinu voru: Lilja Sól, Sara Olivia og Emma. Allir fengu límmiða og súkkulaði. Næst hittumst við þriðjudaginn 7. ágúst kl. 14.00.
Meira ...

Frá opnun sýningarinnar Tölt um tilveruna

27.06.2018Frá opnun sýningarinnar Tölt um tilveruna
Tölt um tilveruna, einkasýning Guðrúnar Hreinsdóttur, var opnuð í Listasal Mosfellsbæjar síðastliðinn föstudag. Verkin á sýningunni eru öll máluð með vatnslitum og innblásin af náttúrunni. Þau sýna landslag og jurtir, fólk og dýr og ýmis önnur náttúrufyrirbrigði. Listakonan bauð upp á hvítvín og súkkulaði, gos og snakk og var það kærkomið fyrir sýningargesti sem voru sumir hverjir enn í sárum eftir tapleik íslenska landsliðsins í fótbolta. Við hvetjum fólk til að tölta yfir í Listasal Mosfellsbæjar og kíkja á verk Guðrúnar. Sýningin er opin á afgreiðslutíma Bókasafnsins og lýkur 27. júlí.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira