logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttasafn

Vinningshafi í októbergetrauninni

12.11.2018Vinningshafi í októbergetrauninni
Max Tristan Antonsson sigraði í októbergetraun Bókasafnsins. Hann er í 3. bekk í Lágafellsskóla og æfir fótbolta í frístundum. Max Tristan heldur mikið upp á bækurnar um Kaftein ofurbrók en finnst Kiddi klaufi líka skemmtilegur. Hann gleymir sér alveg við lesturinn þegar hann kemst í góða bók. Við vonum að það verði einnig raunin með bókina Þitt eigið tímaferðalag eftir Ævar vísindamann en það er einmitt bókin sem hann fékk í verðlaun. Til hamingju, Max Tristan!
Meira ...

Næst er það nóvembergetraunin

06.11.2018Næst er það nóvembergetraunin
Í getraun mánaðarins er spurt um ræningjadætur, stráka sem lenda í hversdagsævintýrum og frumskógarkonunga. Taktu þátt með því að mæta í Bókasafnið, fylla út spurningablaðið og setja það í gráa póstkassann. Dregið verður úr réttum svörum í byrjun desember.
Meira ...

Í brennidepli: Myrkir glæpir og enn dekkri sálir

06.11.2018Í brennidepli: Myrkir glæpir og enn dekkri sálir
Veturinn nálgast og skammdegið færist yfir, fullkominn tími til að kveikja á kertum og lesa bók sem fær kalt vatn til að renna milli skinns og hörunds. Hrollvekja eða taugatrekkjandi spennutryllir í söguformi, eitthvað sem veldur skelfingu, hryllingi eða andstyggð. Slíkar sögur hafa verið sagðar frá örófi alda og hafa verið stór hluti þjóðsagna víðsvegar. Í sögunum má finna yfirnáttúruleg fyrirbæri eins og drauga, nornir og vampírur, eða eitthvað raunsætt sem vekur sálrænan ótta eða spennu hjá lesendum.
Meira ...

Bókmenntahlaðborð barnanna 2018

05.11.2018Bókmenntahlaðborð barnanna 2018
Bókmenntahlaðborð barnanna í Bókasafni Mosfellsbæjar laugardaginn 17. nóvember kl. 13.30
Meira ...

Áfram streymir - frá opnun

05.11.2018Áfram streymir - frá opnun
Mannmargt var á opnun sýningarinnar Áfram streymir í Listasal Mosfellsbæjar 27. október sl. Þar sýnir Kristín Tryggvadóttir stór blekverk, og vísar titill sýningarinnar í flæði bleksins á myndfletinum. Kristín hefur verið virk í listheiminum í áratugi og sýnt bæði hérlendis og erlendis t.d. á Ítalíu og í Bandaríkjunum. Verk Kristínar spegla gjarnan áhuga hennar á hinum óræðu og mikilfenglegu náttúruöflum, hinum smæstu og stærstu, þar sem gífurlegir kraftar takast á og skilja eftir sig mikla fegurð. Sýning er opin á afgreiðslutíma Bókasafns Mosfellsbæjar. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir!
Meira ...

Bókmenntahlaðborð 2018

02.11.2018Bókmenntahlaðborð 2018
Bókmenntahlaðborð í Bókasafni Mosfellsbæjar fimmtudaginn 15. nóvember kl. 20-22
Meira ...

Prjónakaffi á fimmtudaginn kl. 15.30

30.10.2018Prjónakaffi á fimmtudaginn kl. 15.30
Prjónakaffi í Bókasafni Mosfellsbæjar, heitt á könnunni! Komdu og vertu með!
Meira ...

Skertur afgreiðslutími í Bókasafninu 25. og 26. október

24.10.2018Skertur afgreiðslutími í Bókasafninu 25. og 26. október
Vegna Landsfundar Upplýsingar verður skertur afgreiðslutími í Bókasafninu fimmtud. 25.okt. og föstud. 26. okt. Þá verður opið frá kl. 13 -18; þetta á einnig við um lesaðstöðuna.
Meira ...

Áfram streymir í Listasal Mosfellsbæjar 27. október - 30. nóvember.

24.10.2018Áfram streymir í Listasal Mosfellsbæjar 27. október - 30. nóvember.
Laugardaginn 27. október 2018 kl. 14 - 16 verður Áfram streymir, sýning Kristínar Tryggvadóttur á blekmyndum, opnuð í Listasal Mosfellsbæjar. Sýningin er opin til og með 30. nóvember. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Kristín Tryggvadóttir er fædd í Reykjavík árið 1951. Myndlistarferill hennar hófst árið 1970 er hún nam við Kennaraháskóla Íslands með myndlist sem valgrein m.a. undir handleiðslu Benedikts Gunnarssonar myndlistarmanns. Þaðan lágu leiðir í Myndlista- og handíðaskólann, Myndlistaskóla Reykjavíkur og Myndlistaskóla Kópavogs. Kristín á að baki margar einkasýningar og hefur tekið þátt í samsýningum heima og erlendis m.a. á Ítalíu, í Danmörku, Bandaríkjunum, Svíþjóð, Skotlandi og Englandi.
Meira ...

Sýningaropnun laugardaginn 27. október kl. 14

23.10.2018Sýningaropnun laugardaginn 27. október kl. 14
Sýningin Áfram streymir í Listasal Mosfellsbæjar 27.október - 30. nóvember 2018
Meira ...

Vetrarleyfi 18. - 22. október - Viðburðir í Bókasafninu

12.10.2018Vetrarleyfi 18. - 22. október  - Viðburðir í Bókasafninu
18. október kl. 14.00 - 15.45 Bókasafnsbíó í barnadeildinni, myndin Up verður sýnd, enskt tal og íslenskur texti. Spil, púsluspil, litir og litabækur. 19. október kl. 14.00 - 15.30 Spilavinir koma með skemmtileg spil og spila við gesti í Fiskabúrinu. Púsl og fleira í barnadeildinni. 22. október kl. 14.00 - 15.45 Bókasafnsbíó í barnadeildinni, íslenska myndin Regína verður sýnd. Spil, púsluspil, litir og litabækur. Að sjálfsögðu er líka hægt að setjast niður og líta í bók og barnagetraunin okkar er á sínum stað.
Meira ...

Vinningshafi í septembergetraun Bókasafnsins

09.10.2018Vinningshafi í septembergetraun Bókasafnsins
Elvar Logi Bragason er vinningshafi í septembergetrauninni. Hann verður fjögurra ára 25. október og hlakkar mikið til þess. Hann er á Leikskólanum Hlaðhömrum og þar finnst honum skemmtilegast að leika úti. Honum finnst líka mjög gaman að koma til okkar í Bókasafnið og velja sér bækur. Elvar Logi fékk nýju bókina um Freyju og Fróða í verðlaun og hafði varla tíma til að láta taka af sér mynd, svo spenntur var hann að opna pakkann! Við óskum Elvari Loga innilega til hamingju.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira