logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Viðburðir

Bókasafn Mosfellsbæjar býður upp á fjölda viðburða fyrir gesti safnsins.

Hundar sem hlusta

30/10/21Hundar sem hlusta
Bókasafn Mosfellsbæjar í samstarfi við félagið Vigdísi – Vini gæludýra á Íslandi, býður börnum að heimsækja safnið þann 30. október og lesa sér til ánægju fyrir hunda sem eru sérstaklega þjálfaðir til að hlusta á börn lesa.
Meira ...

Bangsasögustund

27/10/21Bangsasögustund
Í tilefni af Bangsadeginum ætlum við að lesa um litla björninn og litla tígrisdýrið í bókinni Ferðin til Panama eftir Janosch. Þegar maður á góðan vin er ekkert að óttast. Litli björninn og litla tígrisdýrið eru perluvinir. Þeim líður vel í litla húsinu sínu en einn góðan veðurdag leggja þeir land undir fót í leit að Panama, draumalandinu þeirra. Á leiðinni lenda þeir í ýmsum ævintýrum. En hvar er Panama? Aðgangur er ókeypis og öll velkomin svo lengi sem húsrúm leyfir.
Meira ...

Bangsagisting í Bókasafni Mosfellsbæjar

27/10/21Bangsagisting í Bókasafni Mosfellsbæjar
Hvað ætli bangsinn þinn bralli í Bókasafninu eftir að búið er að loka? Ef þú vilt leyfa bangsanum þínum að gista í Bókasafninu skaltu koma með hann á sjálfan Bangsadaginn, miðvikudaginn 27. október, á milli kl. 16 og 18.
Meira ...

Vetrarfrí í Bókasafni Mosfellsbæjar

25/10/21Vetrarfrí í Bókasafni Mosfellsbæjar
Mánudagur 25. október - Bókabingó kl. 13:00 - 14:00 Við spilum bingó í sal safnsins og í verðlaun verða spennandi bækur! Þriðjudagur 26. október - Þinn eigin bókapoki kl. 12:00 - 14:00 Komdu til okkar í safnið og skreyttu þinn eigin fjölnota bókapoka. Pokar og tautúss á staðnum. Öll börn eru hjartanlega velkomin í Bókasafnið í vetrarfríinu.
Meira ...

Endurheimt(a)/reclaim(ing) í Listasal Mosfellsbæjar

16/10/21Endurheimt(a)/reclaim(ing) í Listasal Mosfellsbæjar
Opnun fyrstu sýningar listahópsins Félag málandi kvenna (Association of Female Painters), Endurheimt(a)/reclaim(ing), verður í Listasal Mosfellsbæjar laugardaginn 16. október kl. 13:00 - 15:00. Hópurinn var stofnaður árið 2019 af listakonum sem flestar hlutu menntun í Listaháskóla Íslands og hafa málverkið sem sinn helsta miðil.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira