logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

BÓKASAFN - MENNINGARVOR 2017

20/03/2017
Menningarvor Mosfellsbæjar verða að þessu sinni tvö. Að venju er dagskráin fjölbreytt og frábærir listamenn sem sækja okkur heim.

Fyrra kvöldið, þriðjudaginn 28. mars, eru það Ari Eldjárn uppistandari sem fer með gamanmál og Regína Ósk sem syngur fyrir gesti – með henni verður Svenni Þór. Dagskráin hefst að venju kl. 20 og minnum við á að gott er að mæta tímanlega.

Seinni dagskráin er þriðjudaginn 4. apríl og við höldum til Kúbu! Hljómsveit Tómasar R. Einarssonar leikur lög af diski hans Bongó sem hefur fengið frábæra dóma. Tómas R. mun einnig segja frá kúbverskri tónlist og skáldskap. Tamila Gámez Garcell segir okkur frá sögu landsins. Einnig taka dansararnir Jóhannes Agnar Kristinsson og Bergþóra Andrésdóttir þátt í dagskránni.
Því miður er ekki hægt að taka frá sæti fyrirfram! Fyrstur kemur fyrstur fær.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira