logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

LISTASALUR - Að öðru leyti eftir ósk skáldsins

08/09/2017
Þann 7. september var opnuð ný sýning í Listasal Mosfellsbæjar sem ber heitið Að öðru leyti eftir ósk skáldsins, sýning um tónleikahald á Gljúfrasteini á fimmta og sjötta áratugnum. Tómas R. Einarsson og Óskar Guðjónsson léku ljúfa tóna fyrir og eftir dagskrá. Ragnheiður Ríkharðsdóttir formaður stjórnar Gljúfrasteins opnaði sýninguna, Sergei Andriashin flutti kveðju frá rússneska sendiráðinu á Íslandi og Kristín Lilja Thorlacius Björnsdóttir fjallaði um tilurð sýningarinnar. Tónlistarfólk á vegum rússneska sendiráðsins flutti verk eftir Sergei Rachmaninov og Pjotr Tchaikovsky. Fjöldi gesta var við opnunina og nutu þeir léttra veitinga. Þórunn Elísabet Sveinsdóttir sá um hönnun sýningarinnar og Kristín Lilja Thorlacius Björnsdóttir starfsmaður á Gljúfrasteini sá um efnisöflun og rannsókn. Sýningin verður opin til 30. september á afgreiðslutíma Bókasafnsins.
Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira