logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Stjórnaðu tölvu með banana!

27/11/2018

Bókasafn Mosfellsbæjar og Skema bjóða upp á ókeypis forritunarnámskeið

Laugardaginn 8. desember munu leiðbeinendur frá Skema leiða okkur inn í spennandi heim Makey Makey, þar sem við lærum að stjórna tölvunum okkar á frumlegan og skemmtilegan hátt. Með Makey Makey er hægt að breyta alls kyns hlutum, t.d. ávöxtum og leir, í stjórntæki fyrir tölvuna. Þetta er gott tækifæri fyrir krakka að kynnast, fikta og læra saman um spennandi tækni og skapandi forritun. Frjáls mæting frá kl. 14 -16 en ef þátttaka er mikil gæti þurft að samnýta tölvur og skiptast á. Námskeiðið er opið öllum áhugasömum krökkum!

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira