logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Hundar sem hlusta í Bókasafni Mosfellsbæjar - laugardaginn 19. september 2020

19/09/2020
Bókasafn Mosfellsbæjar í samstarfi við félagið Vigdísi – Vini gæludýra á Íslandi, býður börnum að heimsækja safnið þann 19. september og lesa sér til ánægju fyrir hunda sem eru sérstaklega þjálfaðir til að hlusta á börn lesa.

Lestrarstundir með hundi reynast börnum vel og ekki síst þeim sem eiga við lestrarörðugleika að stríða. Hundurinn gagnrýnir ekki barnið á meðan á lestrinum stendur, hjálpar því að slaka á og liggur rólegur á meðan lesið er. Sjálfboðaliðinn sem á hundinn ræðir síðan við barnið um innihald bókarinnar til að aðstoða og tryggja betri lesskilning.

Tveir hundar verða á staðnum og komast sex börn að í hvert skipti. Hvert barn fær að lesa fyrir hundinn í 15 mínútur. Hundarnir og eigendur þeirra hafa fengið sérstaka þjálfun til að sinna verkefninu.

Sjálfboðaliðar bera hlífðargrímur og sóttvarnarreglum verður fylgt til hins ýtrasta.

Bóka þarf tíma fyrirfram fyrir börnin með því að senda tölvupóst á evadogg@mos.is. Tímar sem eru í boði: 12:30, 12:50 og 13:10.

Gott er að barnið hafi valið sér texta til að lesa


Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira