logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Kökur eru málverk, málverk eru kökur

19/11/2021
Síðasta sýning ársins í Listasal Mosfellsbæjar er Kökur eru málverk, málverk eru kökur. Þar sýnir Valgerður Ýr Walderhaug innsetningu með málverkum, skúlptúrum og fundnu efni. Innblástur sýningarinnar eru kökur og aðrir eftirréttir, hið girnilega og ógirnilega, samspil mannsins við umhverfi sitt og neyslumenning.

Sýningin er styrkt af lista- og menningarsjóði Mosfellsbæjar.

Sýningin er opin kl. 12-18 á virkum dögum og kl. 12-16 á laugardögum. Ekki verður haldin sérstök opnun en fyrsti sýningardagur er föstudagurinn 19. nóvember og síðasti sýningardagur er 17. desember.

Listasalur Mosfellsbæjar er staðsettur inn af Bókasafni Mosfellsbæjar, Kjarna, Þverholti 2.

Gott hjólastólaaðgengi er að salnum
Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira