logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Eldskírn

09/09/2022


Verið hjartanlega velkomin á sýningu Sigrúnar Hlínar Sigurðardóttur, Eldskírn, í Listasal Mosfellsbæjar.
Opnun er föstudaginn 9. september kl. 16-18.
Síðasti sýningardagur er 7. október.

Sigrún Hlín vinnur fyrst og fremst með textíl, texta og teikningar. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í myndlist frá Háskólanum í Bergen vorið 2021. Sigrún hélt nýlega fyrstu einkasýningu sína, Biting My Time, í Bergen og hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum og listrænum verkefnum. Eldskírn er því önnur einkasýning Sigrúnar og sú fyrsta á Íslandi.
Á sýningunni Eldskírn eru handprjónuð textílverk og hljóðverk. Viðfangsefnið er myndlíkingar og vangaveltur um eld, ekki síst um stöðu eldsins í tungumálinu.

Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira