logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Litandi, litandi, litandi

18/11/2022

Verið velkomin á sýningu Jóns Sæmundar, Litandi, litandi, litandi, í Listasal Mosfellsbæjar.

Opnun er föstudaginn 18. nóvember kl. 16-18.
Síðasti sýningardagur er 16. desember. Opið er kl. 9-18 virka daga og kl. 12-16 á laugardögum.

Jón Sæmundur er kröftugur listamaður sem er þekktur bæði í heimi myndlistar og tónlistar. Viðfangsefni sýningarinnar Litandi, litandi, litandi er andar, lífið, dauðinn og lífið handan dauðans.

Um verkin segir Jón Sæmundur:
"Andaherinn á þessari sýningu virðist njóta stundar milli stríða og það er létt yfir þeim. Litríkir, leikandi og allt að því sposkir á svip bera þeir skapara sínum vitni. Þeir bjóða okkur að taka lífinu ekki of alvarlega, að við leikum okkur, málum, litum, sköpum fallega veröld hér og nú (og hinum megin)."

Listasalur Mosfellsbæjar er staðsettur inn af Bókasafni Mosfellsbæjar, Þverholti 2.
Ókeypis og öll velkomin.


Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira