Átthagadeild
Átthagadeild í Bókasafni Mosfellsbæjar
Í átthagadeild er reynt að halda til haga rituðu máli um héraðið, útgefnu og óútgefnu. Einnig er til nokkuð af ljósmyndum. Úrklippusafn er í möppum, en því er ekki lengur haldið við. Í möppunum eru einnig örnefnaskrár nokkurra jarða og viðtöl við einstaklinga, ásamt minningargreinum.
Héraðsblöð eru einnig í möppum ásamt kosningablöðum og skyldu efni. Ýmis rit félagasamtaka eru einnig til, m.a. Dalalæðan, rit félags Dalbúa í Mosfellsdal, frá upphafi. Sömuleiðis fréttabréf Hestamannafélagsins Harðar og fleiri svipuð.
Myndir eru nokkrar; aðallega frá hátíðahöldum 17. júní 1964-1971.
Bækur í hillum átthagadeildar eru m.a. ævisögur Mosfellinga og rit sem að einhverju leyti eða öllu fjalla um héraðið.
Í átthagadeild er reynt að halda til haga rituðu máli um héraðið, útgefnu og óútgefnu. Einnig er til nokkuð af ljósmyndum. Úrklippusafn er í möppum, en því er ekki lengur haldið við. Í möppunum eru einnig örnefnaskrár nokkurra jarða og viðtöl við einstaklinga, ásamt minningargreinum.
Héraðsblöð eru einnig í möppum ásamt kosningablöðum og skyldu efni. Ýmis rit félagasamtaka eru einnig til, m.a. Dalalæðan, rit félags Dalbúa í Mosfellsdal, frá upphafi. Sömuleiðis fréttabréf Hestamannafélagsins Harðar og fleiri svipuð.
Myndir eru nokkrar; aðallega frá hátíðahöldum 17. júní 1964-1971.
Bækur í hillum átthagadeildar eru m.a. ævisögur Mosfellinga og rit sem að einhverju leyti eða öllu fjalla um héraðið.
