logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Lesbretti

Bókasafni Mosfellsbæjar er með til útláns á lesbretti. Á brettunum eru íslenskar og erlendar rafbækur, bæði nýjar og gamlar.
Lánstími lesbretta er 14 dagar.

Fyrst um sinn verða lesbrettin aðeins tvö, en til gamans má nefna að venjulegar bækur í safninu eru um þrjátíu þúsund.
Er það von okkar að lánþegar nýti sér þetta tækifæri til að kynnast rafbókum og lestri þeirra.

 

Eftirfarandi leiðbeiningar fylgja hverju lesbretti:

Þetta lesbretti inniheldur íslenskar og erlendar rafbækur, nýjar og gamlar.
-Rafhlaðan á að endast út lánstímann sem er 14 dagar.
-Ef þú hefur ekki notað svona tæki áður er sniðugt að byrja á að lesa leiðbeiningar sem eru á brettinu.
-Ef spurningar vakna um tækið eftir að heim er komið má hringja í okkur í síma 566 6822 eða senda póst á
[email protected]
-Við viljum biðja þig að fara vel með tækið og minnum þig á að þú berð ábyrgð á því á meðan það er skráð á þitt kort eins og gildir um aðrar bækur.

 

 

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira