logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Í BRENNIDEPLI - KANADÍSKAR BÓKMENNTIR – MAÍ 2016

03/05/2016
Íbúar Kanada eiga sér ríka frásagnahefð eins og Íslendingar. Bókmenntir þjóðarinnar hafa endurspeglað tvímála uppruna landsins sem skiptist í ensku og frönsku. Frá 1988 hefur opinber stefna Kanada verið fjölmenningarsamfélag, en í reynd frá lokum 19. aldar.

Bókmenntir hafa verið félagslegt afl í kanadísku fjölmenningarsamfélagi þar sem menningarpólitík og frásagnareinkenni mismunandi menningarhópa endurspeglast í skrifum höfunda.

Kanadískir rithöfundar hafa að stórum hluta verið konur og má þar nefna höfund bókanna um Önnu í Grænuhlíð, Lucy M. Montgomery, rithöfundinn Margaret Atwood og ekki síst Nóbelskáldið Alice Munro.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira