logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

BÓKASAFN - Vel heppnað bókmenntahlaðborð

18/11/2016

Metaðsókn var að bókmenntahlaðborði Bókasafnsins í ár, sem boðið var til þriðjudaginn 15. nóvember. Samtals voru um 310 manns í salnum, að höfundum og starfsmönnum meðtöldum. Katrín Jakobsdóttir bókmenntafræðingur stjórnaði umræðum af sinni alkunnu snilld og þekkingu á bókunum sem lesið var úr. Rithöfundar kvöldsins voru Ragnar Jónasson með sakamálasöguna Drungi, Sigríður Hagalín Björnsdóttir með skáldsöguna Eyland, Steinunn Sigurðardóttir las úr óútkominni ævisögu; Heiða - fjalldalabóndi, Sigríður Halldórsdóttir las úr minningabók sinni sem færð var í letur af Vigdísi Grímsdóttur, Elsku Drauma mín og Þórarinn Eldjárn las úr smásagnasafni sínu Þættir af séra Þórarinum og fleirum. Gestir skemmtu sér vel og nutu góðra bókmennta og veitinga í viðeigandi umhverfi.

Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira