logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

BÓKASAFN: Fræðslufundur

20/01/2017
Fyrsti fræðslufundur ársins í Bókasafni Mosfellsbæjar var í gær 19. janúar. Þá sagði Þrúður Hjelm skólastjóri Krikaskóla frá skólastarfi þar og hugmyndafræðinni á bak við skólann. Við í Bókasafninu verðum gjarnan vör við nemendur Krikaskóla því þau heimsækja okkur á þriggja vikna fresti til að skipta um lesefni til yndislestrar. Í haust vakti athygli að börnin í Krikaskóla voru mætt í Bókasafnið nokkrum dögum áður en aðrir skólar hófu starf. Það varð m.a. til þess að skólastjórinn var beðinn að koma á fræðslufund og leiða okkur í allan sannleika um skólastarfið. Kynningin á skólanum var mjög áhugaverð og margt sem er öðruvísi en í hefðbundnum skóla. Pollagallaskóli var eitt þeirra orða sem vöktu kátínu í frásögn Þrúðar, en orðið er úr smiðju Andra Snæs Magnasonar, rithöfundar.
Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira