logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

BÓKASAFN: Í brennidepli - Þýskar bókmenntir

08/02/2017
Bókmenntasaga Þýskalands er ekki einsleit, landið varð ekki nútíma þjóðríki fyrr en 1871. Fram að því er saga þess lituð af stríðsátökum, trúarlegu umróti og tímabilum efnahagslegrar hnignunar.

Þessi slitrótta þróun skilur á milli bókmenntasögu Þýskalands og annarra þjóða, þar sem verið hefur samfelldari þróun sögunnar frá miðöldum til dagsins í dag, eins og til dæmis í Frakklandi. Þýskar bókmenntir voru þó áberandi á nokkrum árabilum; þegar miðaldir stóðu sem hæst (1160-1230), við aldamótin 1800 (öld Göthes), og við aldamótin 1900.

Upphaf 20. aldar einkenndist meðal annars af módernisma og expressjónisma sem náði hæstu hæðum á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Meðal ritverka þekktra rithöfunda þess tíma eru Hamskiptin (1915) eftir Franz Kafka, Doktor Faustus (1947) eftir Thomas Mann, og Sléttuúlfurinn eftir Hermann Hesse (1927).

Þýskum rithöfundum fannst þeir þurfa að hreinsa til eftir að fall nasismans skildi þá eftir í menningarlegu tómarúmi árin eftir seinni heimsstyrjöldina, vegna afleiðinga hennar. Það tímabil er oft kallað örlagastundin eða „Stunde Null“. Á sama tíma urðu þeir fyrir miklum áhrifum frá höfundum Evrópu og Bandaríkjanna; Jean-Paul Sartre og Ernest Hemingway voru þar ofarlega á blaði.

Í Austur-Þýskalandi var bókmenntalegt umhverfi af allt öðrum meiði en í Vestur-Þýskalandi. Eftir innleiðingu austursins 1949 var gefin út yfirlýsing þess efnis að Austur-Þýskaland væri menningararfur mótspyrnu kommúnista gegn nasisma.

Félagslegt raunsæi var ritstíllinn, og hefðbundin skrif áttu ekki upp á pallborðið. Oft voru textarnir mjög pólitískir og ekki sama tjáningarfrelsi og í Vestur-Þýskalandi. Söguhetjurnar efast um land sitt og stjórnmálastefnu, og margar bækurnar lýsa örlögum fólks sem dreymir um að fara eða fer.

Athyglisverðir kvenrithöfundar 20. og 21. aldarinnar:

Anna Seghers (1900-1983), dulnefni fyrir Netty Radványi, var áhrifamikill rithöfundur 20. aldarinnar og af gyðingaættum. Hún var þekktust fyrir skrif sín um siðferði á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar í tilraunum nasista til gereyðingar gyðinga.
Ein hennar bestu bóka um nasista í þýskalandi er The Seventh Cross (1942), sem var kvikmynduð 1944 með Spencer Tracy í aðalhlutverki.

Irmgard Keun (1905-1982) skrifaði aðallega skáldsögur og var sett á svartan lista nasista fyrir skrif sín, og síðar gerð útlæg. Eitt af þekktari verkum hennar er After Midnight (1937).

Christa Wolf (1929-2011) skrifaði m.a. söguna Kassandra (1983), en á 9. áratug 20. aldarinnar kom í ljós að hún hafði starfaði fyrir Stasi, leynilögreglu Austur-Þýskalands, á 6. og 7. áratugnum.

Herta Müller (1953-) hlaut Nóbelsverðlaunin 2009. Hún skrifar skáldsögur, ljóð og greinar þar sem tekist er á við afleiðingar skelfingar, ofbeldis og grimmdar. Eftirminnilegar eru bækur hennar Andarsláttur (1966), og Ennislokkur einvaldsins (1992).

Judith Hermann (1970-) er nútímarithöfundur sem skrifar smásögur, skoðar innra líf sögupersónanna og hverjar rætur þeirra eru í samfélagi nútímans. Hún skrifaði m.a. smásagnasafnið Sumarhús, seinna (1998). Hefur hún hingað til forðast tilvísanir í heimsstyrjöldina síðari, eins og margir af hennar kynslóð.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira