logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

BÓKASAFN - 9. bekkingar í heimsókn í Bókasafninu

19/05/2017
Í morgun fengum við hressa og káta krakka í heimsókn í Bókasafnið. Þetta voru 9. bekkingar úr Lágafellsskóla og Varmárskóla sem komu til að hlusta á tvo þaulreynda og skemmtilega fyrirlesara sem ræddu við krakkana um sjálfsmynd og sjálfsstyrkingu. Stelpurnar mættu á undan og Kristín Tómasdóttir ræddi við þær, síðan kom Bjarni Fritzson og spjallaði við strákana. Báðir hóparnir voru mjög áhugasamir og höfðu gaman af. Bæði Kristín og Bjarni hafa gefið út bækur fyrir stelpur og stráka eins og til dæmis Stelpur : tíu skref að sterkari sjálfsmynd, Stelpur A – Ö : upplýsingabrunnur fyrir forvitnar stelpur, Öflugir strákar : árangur er engin tilviljun og Strákar : áhugamál, vinir, peningar, stelpur, fjölskyldan, útlitið og allt hitt.
Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira