logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

BÓKASAFN - Vinningshafinn í nóvembergetrauninni

11/12/2017

Nýjasti vinningshafinn í barnagetrauninni okkar er Jenný Ísabel Sindradóttir, níu ára nemandi í Varmárskóla. Vinningurinn er að þessu sinni bókin Lukka og hugmyndavélin í svakalegum sjávarháska eftir Mosfellinginn Evu Rún Þorgeirsdóttur. Jenný er fjölhæf stelpa, því auk þess að vera lestrarhestur mikill spilar hún á saxófón í Skólahljómsveit Mosfellsbæjar og leikur á píanó. Aðspurð hvort hún hlakki ekki til jólanna segist hún aðallega vera að bíða eftir snjónum til að komast á skíði með pabba sínum. Greinilega flott stelpa hér á ferð!

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira