logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

BÓKASAFN - LISTASALUR - Fjör á Safnanótt 2018

14/02/2018

Bókasafnið, Listasalurinn og Héraðsskjalasafnið voru í annað sinn með í hinu árlega Safnanæturævintýri. Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg. Fjölskyldujóga var í Listasalnum sem var mjög vinsælt og komust færri að en vildu. Draugaþema var í barnadeildinni þar sem búið var að koma upp draugahúsi með viðeigandi skreytingum. Sigrún Harðardóttir las draugasögu fyrir krakkana og spilaði á fiðlu. Boðið var upp á draugalegar veitingar fyrir börnin. Ratleikur var í gangi allt kvöldið og mikill fjöldi tók þátt. 5 svarseðlar voru voru dregnir út og geta 5 heppnir þátttakendur sótt verðlaun sín í Bókasafnið en þau eru:
Sigurbjörn Kári
Isabella Rink
Salka Soffía
Jóhanna Guðrún
Freyja María
Búið er að hafa samband við vinningsahafa.

Fullorðinsdagskráin hófst með því að listamaðurinn Steingrímur Gauti spjallaði við gesti um sýningu sína. Þá tók kaffihúsastemmning við og hljómsveitin Piparkorn lék ljúfa tóna ásamt söngkonunni Maríu Gyðu Pétursdóttur. Boðið var upp á kaffi og léttar veitingar. Spurningaleikur á vegum Safnanætur var vinsæll og verður unnið úr svörum hjá Höfuðborgarstofu í Reykjavík. En dregið verður 15. febrúar og hægt að sjá vinningshafa á vefsíðunni vetrarhatid.is og á facebooksíðunni vetrarhátíð.
Við þökkum öllum þeim fjölda sem mættu.

Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira