logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Ljóðræn hádramatík í Listasal Mosfellsbæjar

19/11/2018
Þann 10. nóvember síðastliðinn var ljóðalestur í Listasal Mosfellsbæjar í tengslum við sýningu Kristínar Tryggvadóttur, Áfram streymir. Ljóðskáldin Anna Karin Júlíussen og Sigríður Ólafsdóttir fluttu ljóð til skiptis sem rímuðu fallega saman þótt þær séu að mörgu leyti ólík skáld. Sú fyrrnefnda beitir frjálsri aðferð en sú síðarnefnda heldur sig við gömlu reglurnar um stuðla, höfuðstafi og endarím. Auk þess flutti Anna Karin ljóð sem voru sérstaklega samin til verka Kristínar, las til þeirra og færði þeim rauðar rósir. Að lokum var boðið upp á léttar veitingar. Um 50 manns hlýddu á lesturinn og báru þessari ljóðrænu listastund vel söguna.
Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira