logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Síðasta sýning ársins í Listasal Mosfellsbæjar er Barnasaga/Saga af rót (endurlit), einkasýning Bjargar Örvar.

03/12/2018
Síðasta sýning ársins í Listasal Mosfellsbæjar er Barnasaga/Saga af rót (endurlit), einkasýning Bjargar Örvar. Opnun er föstudaginn 7. desember kl. 16-18 og sýningin stendur til og með 11. janúar 2019.

Björg Örvar er fædd í Reykjavík árið 1953. Hún lærði við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1975-79 og var í framhaldsnámi við listadeild University of California í Bandaríkjunum á árunum 1981-83. Björg hefur haldið fjölda einkasýninga á löngum ferli, síðast Haltu á mér hita árið 2017 í Grafíksalnum með úrvali af verkum síðustu tíu ára. Eins hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga heima og erlendis, síðast á tveimur sýningum á Kjarvalsstöðum árið 2015, Kvennatíma - Hér og nú þrjátíu árum síðar og Nýmálað II. Björg hlaut 3 mánaða starfslaun úr launasjóði myndlistarmanna árið 2018. Á þessari sýningu eru níu verk máluð á síðustu tveimur árum, unnin með olíu og akríl á striga.

Auk listmálunar hefur Björg sinnt ritstörfum, gefið út skáldsögu og ljóðabók og stundað kennslu m.a. á Reykjalundi og í Myndlistaskóla Mosfellsbæjar. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.bjorgorvar.com. Netfang: bjorgorv@gmail.com
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira