logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Listasalur Mosfellsbæjar enn lokaður

06/11/2020

Listasalur Mosfellsbæjar hefur verið lokaður um skeið í samræmi við tilmæli Almannavarna um heftingu kórónuveirunnar. Ekki var því möguleiki að opna sýningu Helgu Matthildar Viðarsdóttur, listamanns Listar án landamæra 2020, fyrir almenningi. Myndir af völdum verkum má finna á síðum Listasalar Mosfellsbæjar á Facebook  og Instagram. Einnig verður sýningunni gerð nánari skil í myndum á heimasíðu Listar án landamæra: listin.is


Við vonumst til að minna rask verði á næstu sýningu í Listasalnum en fyrsti sýningardagur hennar er áætlaður föstudaginn 20. nóvember.


Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira