logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Maígetraunin

02/05/2022

Nú fer hver að verða síðastur að taka þátt í barnagetraun bókasafnsins!
Yfir sumarmánuðina skellir getraunin sér í langþráð sumarfrí og sumarlesturinn stendur vaktina á meðan. Líkt og áður verður einn heppinn þátttakandi verðlaunaður með bók.
Til að taka þátt þarf bara að mæta í bókasafnið, finna getraunina á gula borðinu í barnadeildinni, svara þremur fisléttum spurningum og lauma þátttökuseðlinum í gráa póstkassann.
Starfsfólk safnsins verður ykkur að sjálfsögðu innan handar ef þið þurfið aðstoð.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira