logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja
Skema verður með smiðju í bókasafninu þar sem nemendur fá að kynnast rafmagnsfræði í Minecraft!

Í Minecraft má nota rafmagn til þess að búa til allt mögulegt. En þá þarf að smíða rafrásir og til þess þarf rauðsteina sem finnast djúpt í hellum. Hver vill ekki eiga sjálfvirkt gróðurhús sem sér um að rækta korn og baka brauð? Nú eða rússíbana eða jafnvel spiladós sem spilar lög?!

Farið verður yfir helstu rökrásir og rafmagnsfræðihugtök og þau tengd við raunveruleikann. Nemendur læra að sjálfvirknivæða sína Minecraft-heima með því að beita rökhugsun og sköpun.

Aldursviðmið: 8-12 ára.
Takmörkuð sæti og skráning því nauðsynleg. Skráning fer fram á sumarfrístundarvef Völu: sumar.vala.is

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira