Frátekt/Pöntun
Að setja frátekt/pöntun inn á leitir.is í Bókasafni Mosfellsbæjar.
Athugið að safngögnin verða í poka merktum lánþega við inngang safnsins milli 9 og 18 alla virka daga. Lánþegi fær sms þegar gögnin eru tilbúin.
1. Fara inn á leitir.is.
2. Smella á Innskráning.
3. Skrá kennitölu og lykilorð/leyninúmer. Ef lykilorð vantar má hafa samband við bókasafnið í s. 566 6822 eða senda tölvupóst á bokasafn@mos.is.
4. Velja safn.
5. Smellt er á Hvernig næ ég í efnið?
6. Eintak er í hillu og smellt er á Frátekt.
7. Smellt er á Senda beiðni.