logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Salurinn

Listasalur Mosfellsbæjar er fjölnota salur í Bókasafni Mosfellsbæjar og hefur verið starfræktur frá 2005. Þar fer fram margvíslegt félags- og menningarstarf eins og myndlistarsýningar, tónleikar, fundir o.fl.

Salurinn er 80 fm að stærð og honum fylgir smáeldhús með vaski og ísskáp, aðgengi að fatahengi og salerni. Einnig geta fylgt salnum borð, 60 stólar og flygill við tónlistarviðburði.

Viðburðir í Listasal sem eru öllum opnir og hafa ekki truflandi áhrif á starfsemi Bókasafnsins geta farið fram á afgreiðslutíma safnsins. Miðist aðgengi að viðburði eingöngu við afmarkaðan hóp er hægt að fá Listasalinn leigðan utan afgreiðslutíma safnsins gegn gjaldi.

Sækja verður um afnot af salnum á sérstökum eyðublöðum sem fást í Bókasafninu og ábyrgðarmaður tiltekins viðburðar fyllir út og undirritar

Lokað fyrir umsóknir fyrir listsýningar á sýningarárinu 2018!

Listasalur Mosfellsbæjar er fjölnota salur í Bókasafni Mosfellsbæjar og er lánaður endurgjaldslaust til sýnenda.
Fylgja skulu með myndir af verkum, ferilskrá og lýsing á fyrirhugaðri sýningu.
Nánari upplýsingar og eyðublöð má finna hér
eða í síma 566-6822

Opnað verður fyrir umsóknir fyrir sýningarárið 2019 eftir áramót 2017/18.

Nú er einnig hægt að sækja um rafrænt!    Rafrænt umsóknarform Listasals

Umsóknir sendist til:
Listasalur Mosfellsbæjar, Kjarna
Þverholti 2
270 Mosfellsbæ

eða á netfang : [email protected]


Fréttamynd08/09/17

LISTASALUR - Að öðru leyti eftir ósk skáldsins

Þann 7. september var opnuð ný sýning í Listasal Mosfellsbæjar sem ber heitið Að öðru leyti eftir ósk skáldsins, sýning um tónleikahald á Gljúfrasteini á fimmta og sjötta áratugnum. Tómas R. Einarsso...
23/08/17

LISTASALUR - LEIÐSÖGN RÖGNU FRÓÐA

Ragna Fróða með leiðsögn í Listasalnum laugardaginn 26. ágúst. Listamaðurinn Ragna Fróða býður fólki velkomið á sýningu sína í Listasal Mosfellsbæjar, hún verður með leiðsögn um sýninguna milli kl. ...
14/08/17

LISTASALUR - OPNUN SÝNINGAR RÖGNU FRÓÐA

Fjölmenni og frábær stemmning var á opnun sýningar Rögnu Fróða laugardaginn 12. ágúst. Magga Stína og Davíð Þór héldu uppi fjörlegri tónlistardagskrá. Skemmtilegur dagur í alla staði.
Skoða fréttasafn

Umsóknarfrestur fyrir sýningarárið 2016 - 2017 er til 6. júní 2016

Prentið umsóknareyðublöðin út og sendið okkur, ekki er hægt að fylla þau út á vefnum.