Vel heppnuð ritsmiðja
27/06/22
Eva Rún Þorgeirsdóttir rithöfundur stýrði þessum flotta hópi í ritsmiðju á vegum bókasafnsins fyrr í þessum mánuði. Eins og við var að búast tókst smiðjan með eindæmum vel og aldrei að vita nema að þar hafi fæðst hugmyndir sem síðar komist á prent og hægt verði að fá að láni í Bókasafni Mosfellsbæjar í framtíðinni.
Meira ...Nýtt bókasafnskerfi, ný innskráning á leitir.is og í sjálfsafgreiðslu
15/06/22
Nýja bókasafnskerfið er orðið virkt en það er en nokkur atriði í vinnslu.
Vefurinn leitir.is hefur verið uppfærður og því þurfa lánþegar að úbúa nýtt lykilorð til að nota vefinn.
Sendur var út tölvupóstur til lánþega þriðjudaginn 14. júní með leiðbeiningum um hvernig á að breyta lykilorðinu.
Meira ...Sumarlestur í Bókasafni Mosfellsbæjar 10. júní - 26. ágúst 2022
10/06/22
Boðið verður upp á árlegan Sumarlestur í bókasafninu í sumar. Markmiðið með lestrarátakinu er að hvetja börn til þess að lesa í sumarleyfinu, viðhalda þannig lestrarfærni sinni og auka við hana. Hægt er að skrá sig í afgreiðslu safnsins frá og með 10. júní. Eftir vel lukkað lestrartré síðasta sumar gerumst við enn metnaðarfyllri í ár og ætlum með hjálp dyggra lestrarhesta að endurskapa sjálfan Miðgarðsorminn í afgreiðslu safnsins. Líkt og síðustu sumur efnum við til happdrættis vikulega og höldum að sjálfsögðu uppskeruhátíð að Sumarlestrinum loknum.
Meira ...Röskun á þjónustu Bókasafns Mosfellsbæjar
31/05/22
31. maí - 13. júní verður innleitt nýtt kerfi í bóksöfnum landsins.
Á þessu tímabili verður þjónusta safnsins eingöngu útlán og skil gagna.
Meira ...Hakk og spagettí
24/05/22
Föstudaginn 27. maí kl. 16-18 opnar Dagmar Atladóttir sýningu sína Hakk og spagettí í Listasal Mosfellsbæjar. Dagmar lærði myndlist og hönnun í Hollandi og hefur sýnt verk sín víða bæði hérlendis og erlendis.
Meira ...Auglýst er eftir umsóknum fyrir sýningarárið 2023.
06/05/22
Listasalur Mosfellsbæjar, augýst er eftir umsóknum fyrir sýningarárið 2023.
Meira ...Vinalegar vörður
26/04/22
Sýningin Wörður, vinur mínar var opnuð í Listasal Mosfellsbæjar 22. apríl sl. Á sýningunni eru ofnar myndir eftir textíllistakonuna Önnu Maríu Lind Geirsdóttur. Viðfangsefni verkanna eru vörður, ekki síst vörður á Mosfellsheiði. Myndirnar vefur Anna María úr ýmsum tuskum, ónýtum klæðnaði og sængurfötum í anda endurnýtingar og náttúruverndar.
Meira ...Eldfjalladýrð
01/04/22
Guðmundur Óli Pálmason opnaði sýninguna Volcanoroids í Listasal Mosfellsbæjar 18. mars sl. Til sýnis eru ljósmyndir af eldgosinu í Fagradalsfjalli. Guðmundur Óli tekur ljósmyndirnar á útrunnar polaroid flysjufilmur og í framköllunarferlinu notar hann ýmis efni sem hafa óvænt og spennandi áhrif á lokaútkomuna. Ljósmyndirnar eru síðan færðar yfir í tölvu, stækkaðar upp og prentaðar út.
Meira ...Viðburðir

01/07/22
Person, Place, Thing
Verið velkomin á sýningu Carissu Baktay, Person, Place, Thing.
Opnun föst. 1. júlí kl. 16-18.
Síðasti sýningardagur er 29. júlí.
Carissa Baktay (f. 1986) er kanadískur listamaður...

20/07/22
Jóga í boði Indverska sendiráðsins á Íslandi
Indverska sendiráðið á Íslandi býður gestum upp á jógatíma í Bókasafni Mosfellsbæjar þann 20. júlí kl. 16:30.
Við hvetjum öll til að koma við í bókasafninu í lok dags og fara...