logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Janúargetraunin

03/01/22Janúargetraunin
Fyrsta barnagetraunin á nýju ári er mætt í bókasafnið! Nú spyrjum við um hinar ýmsu myndasögupersónur; Tinna, Lukku-Láka og dýravininn sem er alltaf svolítið utan við sig. Líkt og áður vinnur einn heppinn þátttakandi bók. Getraunin er á sínum stað á gula borðinu í barnadeildinni og þegar þú hefur fundið svörin laumar þú svarseðlinum í gráa póstkassann. Ekki hika við að spyrja starfsfólk safnsins um aðstoð. Gangi þér vel!
Meira ...

Gleðileg jól

23/12/21Gleðileg jól
Starfsfólk Bókasafnsins óskar ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum góð og farsæl samskipti á árinu sem senn kveður.
Meira ...

Afgreiðslutími Bókasafns Mosfellsbæjar um hátíðarnar

14/12/21Afgreiðslutími Bókasafns Mosfellsbæjar um hátíðarnar
Bókasafn Mosfellsbæjar um hátiðarnar
Meira ...

Desembergetraunin

01/12/21Desembergetraunin
Búið er að setja upp síðustu barnagetraun ársins í barnadeildinni. Það er því um að gera að kíkja við í Bókasafninu og spreyta sig á nokkrum laufléttum spurningum í anda jólanna. Á nýju ári verður dregið úr réttum svörum og einn heppinn þátttakandi fær bók í verðlaun. Ekki hika við að spyrja starfsfólk Bókasafnsins ef ykkur vantar aðstoð.
Meira ...

Sykursæt opnun

13/09/21Sykursæt opnun
Mikið fjör var við opnun sýningarinnar Bonís í Listasal Mosfellsbæjar 10. september sl. Bonís er hugmyndaverk grafíska hönnuðarins og Mosfellingsins Sigurðar Ó.L. Bragasonar og fjölskyldu hans. Bonís (sem er búið til úr orðunum bonbon og kandís) er sykursætur heimur þar sem búa litlar verur innan um sykurpúða, ísrétti og önnur sætindi. Verurnar sjálfar klæðast flíkum úr ýmsum ávöxtum og nammi.
Meira ...

Sætindaheimur í Listasal Mosfellsbæjar

07/09/21Sætindaheimur í Listasal Mosfellsbæjar
Föstudaginn 10. september kl. 16-18 verður opnun Bonís listasýningar í Listasal Mosfellsbæjar. Bonís er sykursætur, litskrúðugur og ævintýralegur heimur. Þar búa litlar verur sem klæðast nammi- og ávaxtaflíkum og leika sér meðal sætinda. Bonís er hugarfóstur grafíska hönnuðarins Sigurðar Ó.L. Bragasonar og unninn í samstarfi við konu hans Nicole og börn þeirra tvö.
Meira ...

Hvetjandi Síðsumarstemming - Myndlistarhópurinn MOSI

16/08/21Hvetjandi Síðsumarstemming - Myndlistarhópurinn MOSI
Myndlistarhópurinn MOSI opnaði 6. ágúst sl. samsýninguna Síðsumarstemming. Hópinn skipa 15 frístundamálarar og sýna 12 þeirra verk á þessari sýningu. Myndefnið er af ýmsum toga, frá fjöllum og hröfnum til eggja í skaftpotti og Bryan Ferry. Þetta er litrík og fjörleg sýning sem hefur verið vel sótt. Gaman er að segja frá því að Síðsumarstemming virðist hafa hvetjandi áhrif á sýningargesti og hafa margir haft orð á því að nú sé kominn tími til að dusta rykið af gömlum draum og byrja að mála. Við hjá Listasal Mosfellsbæjar styðjum það heilshugar! Síðasti sýningardagur er 3. september.
Meira ...

Breyting á sýningartíma í Listasal

19/07/21Breyting á sýningartíma í Listasal
Í Listasal Mosfellsbæjar stendur nú yfir sýningin vatnaveran mín eftir listahópinn SÚL_VAD. Vegna óviðráðanlegra orsaka mun sýningunni ljúka kl. 16 föstudaginn 23. júlí í stað 30. júlí eins og auglýst var. Við biðjumst velvirðingar á þessu og hvetjum fólk sem hafði hug á að skoða sýninguna í næstu viku til að mæta í þessari viku í staðinn.
Meira ...
Viðburðir
07/01/22

Einkasýning Ragnheiðar Sigurðardóttur Bjarnarson, Ljósbrot, er fyrsta sýning ársins hjá Listasal Mosfellsbæjar.

Einkasýning Ragnheiðar Sigurðardóttur Bjarnarson, Ljósbrot, er fyrsta sýning ársins hjá Listasal Mosfellsbæjar. Sýningin hefst föstudaginn 7. janúar og lýkur 4...
Næstu viðburðir

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira