logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Sjálfsafgreiðsla

Sjálfsafgreiðsluvél var tekin í notkun í Bókasafni Mosfellsbæjar haustið 2013. Lánþegum gefst þannig kostur á að afgreiða sig sjálfir bæði við útlán og skil.
Öll útlán er hægt að fara með í gegnum vélina.

Með aukinni notkun sjálfsafgreiðsluvélar gefst kostur á að flýta þjónustuþáttum útlána og skila. Með því gefst væntanlega einnig meiri tími til annarrar þjónustu svo sem heimildar- og upplýsingaleit, bókaspjalli og fleiru.

Starfsfólk er boðið og búið að aðstoða, jafnt við að afgreiða fólk sem og að kenna á sjálfsafgreiðsluvélina.

 

Til að nota sjálfsafgreiðsluvél þarf:
Bókasafnskort
Lykilorð (fengið í bókasafni við stofnun skírteinis)

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira