logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Sjálfsafgreiðsla

Í safninu er ein sjálfsafgreiðsluvél og einnig leitartölva þar sem gestir geta flett upp safnkosti. Lánþegum gefst þannig kostur á að afgreiða sig sjálfir bæði við útlán og skil. Öll útlán er hægt að fara með í gegnum vélina.

Með aukinni notkun sjálfsafgreiðsluvélar gefst kostur á að flýta þjónustuþáttum útlána og skila. Með því gefst væntanlega einnig meiri tími til annarrar þjónustu svo sem heimildar- og upplýsingaleit, bókaspjalli og fleiru.

Starfsfólk er boðið og búið að aðstoða, jafnt við að afgreiða fólk sem og að kenna á sjálfsafgreiðsluvélina.

Alla virka morgna er safnið opið án þjónustu milli 9 og 12. Hefðbundinn afgreiðslutími með þjónustu er svo frá 12 til 18 alla virka daga og 12 til 16 á laugardögum. 

Nú þegar nýta margir námsmenn sér aðstöðu safnsins til lestrar á morgnana. Með rýmri opnun geta árrisulir gestir kíkt í bækur, tímarit og dagblöð, fengið sér kaffibolla, komist í tölvur, tekið að láni bækur í sjálfsafgreiðslu og skilað.

Á morgnana er oft líf og fjör í safninu, þó svo ekki sé boðið upp á hefðbundna afgreiðslu. Leik- og grunnskólahópar koma í heimsókn, leshópur eldri borgara hittist, og fleira mætti nefna. Með því að opna dyrnar kl. 9.00 er komið til móts við þá safngesti sem kjósa að sinna erindum fyrir hádegi, eða eru í vinnu eftir hádegi - eða bara þá sem eru á ferðinni í Kjarna af einhverjum ástæðum.



 

Til að nota sjálfsafgreiðsluvél þarf:
Bókasafnskort
Lykilorð (fengið í bókasafni við stofnun skírteinis)

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira