logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Börn


Börn eru velkomin í Bókasafnið.
Barnastarfið er fjölbreytt og meðal annars gefst börnum tækifæri til að taka þátt í vali á bestu barnabók ársins. Yfir vetrartímann er boðið upp á létta bókatengda getraun. Dregið er úr lausnum og bókarverðlaun veitt. Yfir sumarið er í gangi lestrarátak sem lýkur með töðugjöldum. Fyrir skóla bæjarins er ýmislegt í boði auk þess sem safnið er í samstarfi við aðrar stofnanir.

Við reynum að koma til móts við þarfir sem flestra hvað varðar innkaup á safnefni. Meðal annars eru í boði ýmsir bókaflokkar fyrir unga lesendur. Keyptar eru nánast allar útgefnar barnabækur á íslensku, einnig hljóðbækur, kvikmyndir, tónlistardiskar og tímarit ýmis konar. Hér fyrir neðan er flipi með tímaritatitlum. Allt það nýjasta í safninu má sjá undir Nýtt.


Aðstaða fyrir börn er tvískipt:
Í barnahorni er efni fyrir yngstu börnin og aðstaða fyrir fullorðna að sitja með börnum. Í ævintýrakistunni er síðan margt forvitnilegt að skoða.

Í barnadeild er efni og aðstaða fyrir stálpuð börn. Þar er stórt tafl- og lúdóborð og teiknimyndablöð/-sögur á íslensku. Þar er líka bókakubbur með bókum sem henta þeim sem eru komnir nokkuð vel af stað í lestri.

 

Bækur fyrir byrjendur

Í Bókasafni Mosfellsbæjar er að finna hillur með bókum fyrir byrjendur og aðeins lengra komna. Þar er úrval af skemmtilegum og örvandi bókum. Sem dæmi má nefna þessa bókaflokka:
  • Örbækur
  • Listin að lesa og skrifa
  • Lestrarbækur Auðbjargar
  • Smábók
  • Lesum lipurt 

           Vi Unge                        


Þessi tímarit koma ekki lengur út en eigum síðustu tölublöðin.

  

Hvellur                  

   

Yfir vetrartímann er mánaðarlega boðið upp á getraun sem hægt er að spreyta sig á. Getraunirnar liggja frammi í Bókasafninu og er einn heppinn vinningshafi verðlaunaður í hvert sinn.

 

       

 

Sumarlesturinn er árlegur viðburður í safninu. Hann hefst í lok maí og stendur fram í september.
Þegar börnin skrá sig fá þau bókapésa og skrá í hann bækur sem þau lesa eða hlusta á. Þemað í sumar (2019) er Sumar og gleði.  Við mælum með að hengja útfylltann bókapésann í netið og skreyta þannig safnið með fullt af gleði og lestri

Fyrsta fimmtudag í júní, júlí og ágúst í sumar er hittingur fyrir sumarlestrarkrakkana í Bókasafninu kl. 14.00. Við hittumst og spjöllum; leysum þrautir og drögum út happdrættisvinninga.

Hvetjið börnin til að taka þátt í Sumarlestrinum svo þau geti notið ævintýraheims bókanna.

Uppskeruhátíð Sumarlestrar verður haldin fimmtudaginn 5. september frá kl. 16:30-18.
Þá verður gleðin við völd og Sirkus Íslands kemur í heimsókn og verður með Sirkussmiðju á
torginu. Einnig verður happdrætti og veitingar.

 

 

Gerður Kristný

Ritsmiðja fyrir 10 - 12 ára börn var haldin í fimmta sinn í Bókasafninu miðvikudag, fimmtudag og föstudag 12. - 14. júní 2019. Leiðbeinandi var Davíð H. Stefánsson rithöfundur. Lögð var áhersla á orðaleiki, brandara og frásagnir.
Í lokin var foreldrum boðið til útskriftar þar sem börnin lásu úr verkum sínum og fengu afhent viðurkenningarskjal.

Mynd af þátttakendum 2019

Fróðleikur

Krakkavefir Menntamálastofnunar

Vísindavefurinn - spurningar og svör um allt mögulegt

Ásgarður - ferðalag um norræna goðheima

Stjörnufræði - umfjöllun um sólkerfið okkar

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn

Saft - um netjvenjur


Ýmislegt

Krakkarúv - skemmtilegt og fræðandi barnaefni á íslensku

Dress Up Games - ýmsir dúkkulísuleikir

Supercoloring - Litabækur 

Bókmenntir

Lestrarklefinn - allt um bækur

Kafteinn ofurbrók - á ensku

Skrípi - Þjóðsögur

Samstarf við leikskóla
Frá hausti og fam á vor geta leikskólarnir pantað sögustundir í safninu. Sögustundir eru í boði alla virka morgna. Á heimasíðu okkar er að finna lista yfir þá daga sem eru lausir og hægt að panta rafrænt. Leikskólar geta fengið lánað safnefni.
Stundum er boðið upp á leiksýningar og nú síðast var Leikhópurinn Lotta með sýningu fyrir fjögurra ára börn í tengslum við hátíðina Í túninu heima 2018.

Samstarf við grunnskóla
Langt og farsælt samstarf hefur verið milli Bókasafnsins og grunnskólanna. Kennarar og nemendur koma í heimsóknir vegna heimildaöflunar og verkefnavinnu auk eftirfarandi:
1. bekkur kemur í safnkynningu og fær boðsbréf um að eignast eigið skírteini
2. bekkur kemur í heimsókn í tengslum við yndislestur
3. – 4. bekkur kemur í safnkennslu
5. bekkur kemur í heimsókn og hittir rithöfunda.

Auk þess hafa skólarnir verið með í vali á Bestu barnabókinni ár hvert.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira