logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Unglingar

 

Öll börn fá ókeypis skírteini út átjánda aldursárið.

Safnkostur er fjölbreyttur bæði að formi og innihaldi, meðal annars eru í boði ýmsir bókaflokkar fyrir ungt fólk, bæði á íslensku og öðrum tungumálum. Keyptar eru nánast allar útgefnar unglingabækur á íslensku, einnig hljóðbækur, kvikmyndir, tónlistardiskar og tímarit ýmis konar. Ágætt úrval er af bókum fyrir byrjendur í ensku og dönsku. Allt það nýjasta má sjá undir flipanum „Nýtt“.


Samstarf við grunnskóla
Langt og farsælt samstarf hefur verið milli Bókasafnsins og grunnskólanna. Nemendur koma í heimsókn, í heimildaleit og verkefnavinnu.
Nemendum í 9. bekk er boðið á viðburð að hausti.
Nemendur í myndlistarvali hafa stundum haldið sýningar á verkum sínum í Listasal og myndlistarkennarar koma með nemendur á sýningar í Listasalnum.


Við barnadeild er unglingahorn með aðstöðu og efni fyrir ungt fólk.

Yfir vetrartímann er mánaðarlega boðið upp á getraun sem hægt er að spreyta sig á. Getraunirnar liggja frammi í Bókasafninu og er einn heppinn vinningshafi verðlaunaður í hvert sinn.

Sumarlestur er ætlaður öllum börnum og unglingum. Hann hefst í lok maí og stendur fram í fyrstu viku september.

 

Grafir og bein    Vi Unge  Hvellur                  

Tímarit sem eru hætt en til eru eldri blöð: