logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Milli hluta - Ný sýning í Listasal Mosfellsbæjar

14/09/2020

ATH -  Listasalur Mosfellsbæjar verður lokaður frá 8. október til 19. október. Það þýðir að síðustu tveir sýningardagar sýningar Guðlaugar Míu falla niður.

Guðlaug Mía Eyþórsdóttir opnar sýninguna Milli hluta í Listasal Mosfellsbæjar mánudaginn 14. september. Athugið að ekki verður sérstök opnun vegna Covid-19. Síðasti sýningardagur er 9. október. Sýningin er styrkt af Myndlistarsjóði og Launasjóði listamanna.

Guðlaug Mía Eyþórsdóttir (f. 1988) útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2012 og lauk mastersnámi frá Koninklijke Academie í Gent, Belgíu árið 2018. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hérlendis og erlendis.

Í myndlist sinni skoðar Guðlaug Mía skúlptúríska þætti í manngerðu umhverfi okkar, gaumgæfir þau form sem nærumhverfi okkar samanstendur af og athugar hvort efnisgera megi daglegar athafnir. Efni, litatónar og fagurfræði hversdagslegra hluta nýtast sem efniviðir í skúlptúra sem finna sér stað í sýningarrýminu.

Listasalur Mosfellsbæjar er inn af Bókasafni Mosfellsbæjar, Kjarna, Þverholti 2. Opið er kl. 12-18 virka daga og kl. 12-16 á laugardögum.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira