logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Viðburðir

Bókasafn Mosfellsbæjar býður upp á fjölda viðburða fyrir gesti safnsins.

Harry Potter ritsmiðja fyrir 10-12 ára

14/06/21Harry Potter ritsmiðja fyrir 10-12 ára
Harry Potter ritsmiðja fyrir 10-12 ára börn í Bókasafni Mosfellsbæjar! Smiðjustjóri er Arndís Þórarinsdóttir rithöfundur. Hún mun ásamt þátttakendum skoða sagnagerð út frá bókunum um Harry Potter. Smiðjan er ókeypis og allt efni innifalið. Takmarkaður fjöldi þátttakenda og skráning því nauðsynleg. Skráning fer fram í Bókasafninu.
Meira ...

Listasalur Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum fyrir sýningarárið 2022

05/05/21Listasalur Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum fyrir sýningarárið 2022
Listasalur Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum fyrir sýningarárið 2022.
Meira ...

Föstudaginn 23. apríl nk. hefst sýningin Fjallamjólk í Listasal Mosfellsbæjar.

23/04/21Föstudaginn 23. apríl nk. hefst sýningin Fjallamjólk í Listasal Mosfellsbæjar.
Föstudaginn 23. apríl nk. hefst sýningin Fjallamjólk í Listasal Mosfellsbæjar. Þar sýnir Helgi Skj. Friðjónsson myndir af mjólkurhvítum fjöllum sem unnar eru út frá blönduðum miðlum og yfirfærðar á stafrænt form. „Fjöll,“ segir Helgi, „eru samofin vitund minni og undirvitund.“ Þetta eru allt íslensk fjöll, sum betur þekkt en önnur, sem hafa persónulega merkingu fyrir listamanninn. Verkin eru með sterka vísun í íslenska landslagsmálverkið og auk þess má greina áhrif frá minimalískri japanskri list.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira