logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Safnið

Almenningsbókasöfn og þjónusta þeirra

Gjaldfrír griðastaður.
Almenningsbókasöfn eru athvarf þar sem almenningur getur komið á eigin forsendum, leitað þekkingar, sökkt sér niður í viðfangsefnið og fundið ró í erli hversdagsins.
Almenningsbókasöfn eru síðasta gjaldfría athvarf samtímans, “þriðji staðurinn”, þar sem einstaklingurinn losnar undan áreiti umhverfisins. Þar geta menn fundið rætur sínar, sögu og sjálfsmynd.
Á almenningsbókasöfnum hittist fólk þvert á aldur, menningu, menntun og félagslega stöðu. Ekki er farið í manngreinarálit í þjónustu safnsins. Þar býðst Mosfellingum aðgengi að bókmenntum, sögu, fræðslu, listum og afþreyingu.
Til staðar er tækni sem auðveldar almenningi aðgang að Interneti og opnar augun fyrir fjölbreytni og veitir alþjóðlega sýn.

Fræðslu- og ævintýraheimur barna.
Bókasöfnin opna börnum ævintýraheim og örva lestrargetu þeirra og áhuga á yndislestri. Mikilvægt er að kynna þeim þá þjónustu sem þau eiga aðgang að í bókasafninu. Kennsla í heimildaleit og upplýsingalæsi, á bók, blaði eða í gagnagrunni á netinu, svo og úrvinnsla heimilda, er undirstaða frekara náms.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira