Fullorðnir
Bókasafn Mosfellsbæjar leggur metnað sinn í að þjóna bæjarbúum og gestum sem best. Leitast er við að hafa safnkost fjölbreyttan þannig að hann höfði til breiðs hóps og er vel tekið á móti tillögum að innkaupum á efni. Hægt er að leita að bókum, tónlist, kvikmyndum og öðru í sameiginlega gagnagrunna bókasafna á Íslandi, á leitir.is.
Boðið eru upp á fjölbreytta viðburði árið um kring þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Lögð er áhersla á að húsnæði safnsins þjóni gestum sem best og sé aðlaðandi þannig að allir finni sig velkomna
Árgjald skírteina er samkvæmt gjaldskrá, en öryrkjar og þeir sem eru eldri en 67 ára fá frí skírteini. Frá og með 9. ágúst 2017 eru lánþegaskírteini gjaldfráls fyrir alla Mosfellinga.
Vertu velkomin/n í Bókasafn Mosfellsbæjar
Vertu velkomin/n í Bókasafn Mosfellsbæjar
Leshópurinn er í samstarfi við Bókasafnið í Mosfellsbæ. Rósa Traustadóttir sem er starfsmaður Bókasafnsins hefur umsjón með starfinu.Við hittumst fyrsta mánudag hvers mánaðar kl. 10:30 yfir vetrartímann í Bókasafni Mosfellsbæjar Þverholti 2, nema annað sé tekið fram.
Næsti leshópur verður mánudaginn 6. mars kl. 10.30.
Lesefni er bókin Kjörbúðarkonan, höfundur Sayaka Murata.
Leshópur í heimsókn á Gljúfrasteini mánudaginn 10. október 2022.